Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 107
viðurkenna. Það er tilgangslaust, þótt við fleygjum okkur ofan í
rúm og nöldrum um bakverk og djöfuls þrældóm, þá þröngvar
þessi ólga í blóðinu okkur til að hlusta í eftirvæntingu á hvert
skóhljóð og skark úti á plássi -- Kemur hann —? Nei, hann fer.
Hvað er verið að segja? Og svo er drepið á dyr og jafnframt
hrundið upp hurðinni. Strákarnir koma, óákveðin tala að vísu,
en þeim fylgir alltaf hávaði og fjör.
„Viljið þið reykja, stelpur?“
Og svo koma viðburðir dagsins:
Vambi, stelpur, sá var kaldur í dag, maður. Hann lét í ógáti
pipar út á grautinn í staðinn fyrir sykur.“ Vekur geysihrifningu.
„Hvað gerð’ann?“
„Át grautinn auðvitað. Þið hefðuð átt að sjá hvað hann fór
laumulega að því, til þess að við sæjum það ekki.“
, Já, en sáuð þið lækninn?“
__?“
>5
„Strákarnir hafa stimplað sloppinn hans að aftan.“
„Ne-ei, í hvaða flokk fór hann?“
, Ja, getið þið nú—.“
Umræðumar halda áfram í sama dúr. Loks stendur einn upp
og hottar á mannskapinn:
„Komiði út, djöfulinn á það að þýða að sitja inni í þessu
veðri.“
, Já, út, út, — stelpur, komið þið.“
„Ég fer í kápu.“
„Kápu? Þú ert alltaf að drepast úr kulda.“
„Vert’ ekki að fara í, það er betra að halda utan um þig
kápulausa.“
Við leiðumst yfir dauflýst plássið í samhangandi keðju. Það
væri synd að segja að við þegðum. Fleiri bætast í hópinn og hann
skiptist aftur í smærri eindir. Við verðum þrjú saman, flánings-
maður, kyndari og ég. Við erum þögulli en hóparnir sem hjá
okkur ganga, því að við erum heimspekilegar sinnuð en þau hin.
105