Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 155
ágripi farast séra Birni svo orð um þessi efni: „Tröllatungu-
prestakalli sagði faðir minn af sér árið 1798. Öðlaðist ég þá
veitingarbréf fyrir því sama þann 29. júní það ár, með þeim af
föður mínum settu skilmálum, að hann hefði helming inntekta
og bújarðar meðan lifði og þyrfti. Mér var afhentur staðurinn og
úttekinn af prófasti séra Jóni Sveinssyni með tilteknum úttekt-
armönnum 4. júní árið 1799, upp á þann gamla úttektarmáta
sem hér var tíðkaður nær með skildum var að skipta. Voru þar
svo að kalla engin hús í góðu ásigkomulagi, hvorki innan bæjar
né utan eins og elztu menn nú mega muna. Eftir því sem nú er
byggt, hefðu þau öll til hópa verið kölluð sem í moldarhrúgu, þó
að uppi sýndust hanga. Allt var samt skrifað í góðu og fullgildu
ásigkomulagi og því ofanálagslaust, nema fáeinir smákofar sem
ekki fylgdu staðnum og mér ánafnaðir eftir föður míns dag.
Viður í þeim að miklu leyti mátti þá kallast eldsmatur, og sumir
af þeim þar að auki mér til lýta og óhagnaðar. Undir þetta
skrifaði ég sem barn og lýsti ánægju minni, hugsunarlaus um
seinni tíma breytingar.“
Séra Hjálmar var dável skáldmæltur eins og fyrr er getið, eru
til eftir hann í handritasafni Landsbókasafnsins bæði sálmar og
önnur andleg kvæði, en einnig gamankveðlingar og lausavísur.
Ennfremur þýddi hann rit úr dönsku og reyndi að koma því á
prent, hvað ekki lánaðist. Margvíslegar fróðleiksgreinar auk
skáldskapar eru í handritum séra Hjálmars í Landsbókasafni,
ber það allt merki um fróðleik hans, fjölhæfni og vandvirkni.
Börn þeirra hjóna, sem til aldurs komust, voru fjögur, þrír synir
og ein dóttir. Þau munu þó ekki gerð hér á eftir að meginum-
talsefni, þó að ættir séu frá þeim komnar, heldur hinn elzti þeirra
bræðra, það er séra Bjöm Hjálmarsson, sem hin geysifjölmenna
Tröllatunguætt er jafnan talin frá og kennd við hann sem ætt-
föður.
Á hinum fyrir prestskaparárum séra Hjálmars í Tröllatungu í
kringum 1780, voru reimleikar allmiklir í sóknum hans af völd-
um draugsins „Bessa“. I bókinni „Þjóðhættir og ævisögur frá 19.
öld“ eftir hinn merka fróðleiks- og fræðimann, Finn Jónsson á
Kjörseyri, er svohljóðandi frásaga: „Þjóðsaga, er ég man ekki til
153