Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 131
eyðibýli, því um vorið flutti þaðan Einar Magnússon með fjöl-
skyldu sína, en hafði búið þar frá 1911.
Enginn vafi er á því að haft hefur verið í seli í dalnum frá
ábúendum í Bæ, enda áttu þeir land langt fram á heiðar. Séra
Jón Guðnason getur þess í bókinni Strandamenn að búið hafi
verið í Seli 1703 og 1709. Ólíklegt er, að þar hafi verið átt við
Jónssel, mikið fremur stað nokkum framar í dalnum, sem kall-
aður var Hlíðarsel. Þessi staður lá mikið betur við frá Bæ, nær
miðja vegu til fremstu slægna og beitar í Bæjarlandi. Hliðarsel
stóð á grasgefnu móabarði, undir hlíð þeirri, þar sem Sveins-
klettur er. Þar voru miklar tóftir og greinilegar á þeim tíma, sem
ég dvaldist í Jónsseli.
Jónssels er fyrst getið í ábúð 1847, en þá flutti þangað Andrés
Gíslason, sem árið áður hafði búið í Bakkaseli. Á þriðja tug 19.
aldar hafði verið byggt nýbýli í Bakkaseli, og er þá ekki ólíklegt,
að Bæjarbóndanum hafi þótt skemmtilegra að hafa beitarhúsin
þar beint á móti, ef ekki yrði stöðugt búið á þeim. Það komu eftir
þetta alltaf smá tímabil, að ekki var búið í Jónsseli. Lengst mun
það hafa eingöngu verið sem beitarhús árin frá 1887 til 1900.
Matthías sagði mér einu sinni frá því að hann hefði hirt fé þar að
vetrarlagi. Var þá mjög snjóþungt í dalnum. Einu sinni þegar
hann var á leið uppeftir til gegninga í dimmviðri, og renndi á
skíðum þegar vestur af Sviðunni hallaði, vissi hann ekki fyrri til,
en hann var farinn að renna upp á túnið í Bakkaseli án þess að
verða var við Jónssel, sá hann þó er hann var snúinn til baka, að
hann hafði rennt sér yfir mæninn á fjósinu.
Jónssel var mjög lítil jörð, svo bústofn gat ekki orðið stór, mest
um og innan við hundrað kindur, tvær kýr og fimm hestar.
Túnið var mjög lítið en grasgefið, Matthías stækkaði það nokk-
uð, og var það farið að gefa af sér allt að hundrað hestburði.
Niður af bænum allt niður að Bakká, en svo var hún venjulega
kölluð, þó sjálfsagt heiti hún Bakkaá, var engi sem kallað var
Veitan. Runnu um hana tveir lækir, og var þeim veitt yfir hana
svo sem föng voru á. Var gras af henni mjög gott, þó ekki væri
það mikið að vöxtum, var hún slegin árlega. Þó hver blettur væri
sleginn varð oft að fá slægjur hjá bændunum í Bæ, var það alltaf
9
129