Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 16
Að vetrinum var ullin unnin, fyrst var togið aðskilið frá þelinu
og var það kallað að taka ofan af ullinni, því næst var þelið táið
það er greitt í sundur með fingrum eins vel og hægt var, þvínæst
var það sett í ullarkamba og kembt í þeim þar til það var orðið
svo vel sundurgreitt að hvergi sást hnökri eða yrkja í kembunni,
úr kembunum var svo spunnið band og var gaman að sjá góða
spunakonu hve fimlega hún teygði kembuna og þráðurinn varð
allur jafn sver og hnökralaus þegar hann rann með ótrúlegum
hraða inn á spóluna í rokknum. Band var ýmist notað sem
einspinna, tvinnað eða þrinnað ef band átti að vera tvinnað voru
tvær fullar snældur af bandi settar í snældustól og þrjár snældur
ef bandið átti að vera þrinnað og því rennt samhliða inn á spólu
í rokknum, því næst var bandið undið upp ýmist í hnykla eða á
hesputré (viðutré), viðan var tekin af hesputrénu snúið með
höndunum upp á hana og öðrum endanum stungið í gegn um
lykkjuna á hinum endanum þannig frágengin geymdist hespan
(viðan) best án þess að bandið flóknaði.
Þegar átti að setja ullarbandvef upp í vefstól var hespan tekin
og sett á hesputré og hún hespuð yfir á skrepputré, en skrepputré
var þannig útbúið að í því voru tvö hjól annað lítið en hitt mun
stærra. Þessi hjól töldu umferðimar á skrepputrénu og þegar
komnar voru fjörutíu og fjórar umferðir skall fjöður með tölu-
verðum hávaða að legg skrepputrésins og gaf til kynna að
komnar væru fjörutíu og fjórar umferðir, en að fylgjast með því
hve umferðirnar voru margar var undirstöðuatriði fyrir upp-
setningu í vefstól, til dæmis að þræðirnir kæmu rétt inn á rak-
grindina.
Togið sem tekið var ofan af ullinni var ómissandi til allskonar
nota, það var spunnið ýmist á rokk eða halasnældu í mismun-
andi grófan þráð eftir því til hvers átti að nota það og var
togþráðurinn venjulega þrinnaður, hann var notaður til að
verpa skó sem þá voru eingöngu skinnskór, einnig voru búin til
úr honum hrognkelsanet, hann var hafður í léttari legustjóra, í
snjósokka eða ytri sokka (togsokka) var þráðurinn mjög góður,
þá var togþráður hafður í þræðingarþráð þegar átti að saga
14