Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 16

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 16
Að vetrinum var ullin unnin, fyrst var togið aðskilið frá þelinu og var það kallað að taka ofan af ullinni, því næst var þelið táið það er greitt í sundur með fingrum eins vel og hægt var, þvínæst var það sett í ullarkamba og kembt í þeim þar til það var orðið svo vel sundurgreitt að hvergi sást hnökri eða yrkja í kembunni, úr kembunum var svo spunnið band og var gaman að sjá góða spunakonu hve fimlega hún teygði kembuna og þráðurinn varð allur jafn sver og hnökralaus þegar hann rann með ótrúlegum hraða inn á spóluna í rokknum. Band var ýmist notað sem einspinna, tvinnað eða þrinnað ef band átti að vera tvinnað voru tvær fullar snældur af bandi settar í snældustól og þrjár snældur ef bandið átti að vera þrinnað og því rennt samhliða inn á spólu í rokknum, því næst var bandið undið upp ýmist í hnykla eða á hesputré (viðutré), viðan var tekin af hesputrénu snúið með höndunum upp á hana og öðrum endanum stungið í gegn um lykkjuna á hinum endanum þannig frágengin geymdist hespan (viðan) best án þess að bandið flóknaði. Þegar átti að setja ullarbandvef upp í vefstól var hespan tekin og sett á hesputré og hún hespuð yfir á skrepputré, en skrepputré var þannig útbúið að í því voru tvö hjól annað lítið en hitt mun stærra. Þessi hjól töldu umferðimar á skrepputrénu og þegar komnar voru fjörutíu og fjórar umferðir skall fjöður með tölu- verðum hávaða að legg skrepputrésins og gaf til kynna að komnar væru fjörutíu og fjórar umferðir, en að fylgjast með því hve umferðirnar voru margar var undirstöðuatriði fyrir upp- setningu í vefstól, til dæmis að þræðirnir kæmu rétt inn á rak- grindina. Togið sem tekið var ofan af ullinni var ómissandi til allskonar nota, það var spunnið ýmist á rokk eða halasnældu í mismun- andi grófan þráð eftir því til hvers átti að nota það og var togþráðurinn venjulega þrinnaður, hann var notaður til að verpa skó sem þá voru eingöngu skinnskór, einnig voru búin til úr honum hrognkelsanet, hann var hafður í léttari legustjóra, í snjósokka eða ytri sokka (togsokka) var þráðurinn mjög góður, þá var togþráður hafður í þræðingarþráð þegar átti að saga 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.