Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 77
Húnaflóa, en enginn komist af. Kom þetta allt heim og saman
við sýn föður míns.
Hitt skiptið var einnig að vetrarlagi, stórhríð var og áhlaups-
veður. Þetta var nokkru fyrir jól og fé enn ekki komið á fulla gjöf
heldur beitt yfir daginn en hárað á kvöldin um leið og það var
hýst. Gott veður var um morguninn, lygnt, en bakki til hafsins og
veðurhljóð mikið. Um miðjan daginn brast hann á með blind-
byl. Menn striddu allan daginn við að bjarga fénu í hús og höfðu
það af með herkjum.
Eftir að þeir voru komnir inn, höfðu farið úr vosklæðum og
fengið að borða var gengið til náða. En um leið og faðir minn er
lagstur útaf fellur hann í þennan einkennilega dvala eins og
áður, og hálfhljóðar upp yfir sig þegar hann rankar við sér.
„Hvað er að þér?“ spurði móðir min.
„Æ, það var maður að krókna, verða úti“, stundi hann. „Þeir
eru tveir, í skafli, unglingur og gamall maður, og það var hann
sem dó.“
„Dreymdi þig þetta?“ spurði hún.
„O, ekki held ég það, ég sá það svona“, svaraði hann og sneri
sér til veggjar.
í þetta sinn var staðfestingarinnar ekki lengi að bíða. Strax
daginn eftir sagði útvarpið frá slysinu. Tveir menn, annar 16 ára
unglingur en hinn um sextugt voru að smala saman fé í hríðinni
austur í Húnavatnssýslu. Þeir grófu sig í fönn, er þeir voru orðnir
úrkula vonar um að ná til bæja og þar dó eldri maðurinn en sá
yngri braust til byggða er dró úr veðri.
Land Hvalsár í Hrútafirði er langt og mjótt, eins og stendur í
vísunni, nær frá Hrútafjarðarfjörum upp og vestur að sýslu-
mörkum Stranda- og Dalasýslna. Þetta er lengst af grunnur
dalur, sem Hvalsá rennur eftir. Dalurinn er grösugur mjög
norðan árinnar en grýttur og óyndislegur að sunnanverðu. Dal-
urinn var fyrrum allur byggður og voru þar rústir fimm eða sex
býla þegar ég var að alast upp. Merkast þeirra voru Feykishólar
sem eru fremst í dalnum. Reyndar sá ég rústir nokkru framar,
75