Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 25
mikið stærri, utan á hliðamar voru sett handföng en það voru
tréklossar ca. 15 cm langir er lágu dálítið á ská upp og niður á
hverri hlið berans. Tekið var úr brún tréklossanna þeirri er fram
vissi svo mikið að fingur hverrar handar gengu inn undir kloss-
ann og náðist með því betra tak á beranum, berinn varð að vera
alveg þéttur svo þvagið læki ekki niður. I þessu íláti var öll mykja
og þvag frá kúnum borin út á fjóshaug. Mikið óþrifaverk hlýtur
það að hafa verið því þegar búið var að moka úr flórnum í
berann var hann tekinn í fangið og borinn út á haug og losaður
þar. Þegar hjólbörur komu til sögunnar var hætt að nota bera.
Ég sá aldrei notaðan bera því þá voru hjólbörur komnar í notkun
en ég sá gamla bera sem hætt var að nota og hef reynt að lýsa
þeim hér eins og ég best man eftir þeim og lýsingu á notkun
þeirra eins og eldra fólk sagði mér.
Fatakeppur öðru nafni klappa var eitt af mörgum áhöldum
sem voru notuð áður fyrr á flestum bæjum. Hann var smíðaður
úr tré og líktist kylfu, fremsti hluti hans var flatur ca. 10 cm
breiður, 2 cm þykkur og 25 cm langur. Efri hlutinn var ca. 20 cm
langur sívalur og það sver að grípa mátti hendi utanum svo
fingur næmi við lófa á efri enda var hnúður sem varnaði því að
keppurinn rynni úr hendi við notkun, þetta áhald var notað við
að þvo óhrein sokkaplögg og ytri föt, farið var með fötin út á
árbakka eða lækjarbakka, slétt steinhella eða fjöl lögð á ská upp
við bakkann, fötin bleytt og síðan dregin upp á helluna eða
fjölina og slegið á þau með keppnum, þetta var endurtekið þar til
þau voru orðin nokkumvegin hrein en rennandi vatnið í ánni
eða læknum bar öll óhreinindi burtu um leið og þau losnuðu úr
fötunum.
Matspænir voru smíðaðir úr horni og voru oft mjög fallega
útskornir, venjulega voru kýrhorn notuð til þeirrar framleiðslu,
hornið var soðið í potti þar til það var orðið mjúkt, þá var
spónninn sagaður úr horninu og tegldur til þar til hann myndaði
bæði skaft og spónblað, þá var hann slípaður með háfsroði, þar
til hann var orðinn háll og gljáandi, stundum þurfti að láta hann
nokkrum sinnum í pottinn áður en þeim áfanga væri náð, þá var
tekið mót úr tré tveggja arma á öðrum arminum var hola víðust
23