Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 121
urinn gekk laus alla leið til Hólmavíkur. Veður var kyrrt, frost
nokkuð en nýr jafnfallinn snjór alla leið sem náði hestunum milli
hnés og kviðar. Undir þeim kringumstæðum þegar um læknis-
vitjun var að ræða var ekki venjulega verið að hlífa þeim hestum
sem til þess völdust. Hugsað var fyrst og fremst um að vera sem
stystan tíma í ferðinni svo læknirinn kæmist sem fyrst til þess
sjúka.
Gerðist nú ekkert til tíðinda, nema ferðin sóttist vel þótt mikill
snjór væri á jörð. Hestamir fengu tuggu á Hólmavík á meðan
læknirinn bjó sig til ferðar og tók til nauðsynleg meðul. Síðan
haldið af stað og nú reið Magnús læknir Sörla. Þannig var haldið
áfram án viðkomu útað Kollafjarðarnesi, þá voru að baki 48
kílómetrar.
Viðstaðan á Kollafjarðarnesi varð styttri en ella, vegna þess
fyrst og fremst að á sama tíma var von á skipi til Hólmavíkur og
sennilegt að það kæmi á meðan, en Magnús ætlaði með því
suður til setu á Alþingi, og af þeim sökum flýtti hann ferð sinni
meira en ella. Hitt var svo annað, að það var fastur siður hjá
Magnúsi að vera aldrei lengur í hverri vitjun en nauðsyn krafði.
Haft var eftir honum að hann hafi sagt, að það gæti alltaf
einhver beðið eftir honum heima til að sækja hann sem kannski
lægi mikið á.
Lagði nú vinnumaðurinn aftur á stað með lækninn inneftir.
Auðvitað var Sörli tekinn aftur og Magnús reið honum, en
skipta varð um hinn hestinn og í staðinn tekin grá hryssa sem hét
Teista, þrekhross og talin dugleg. Þegar kom inn að Heydalsá,
það mun vera nálægt 12 kílómetrar var Teisla búin að fá nóg.
Þar varð að skilja hana eftir og fá lánaðan hest hjá Guðbrandi
Bjömssyni. Ekki dró það úr ferðahraða að greinilega sást að
strandferðaskipið lá á Hólmavíkurhöfn. Stutt stopp var á Hey-
dalsá og haldið til Hólmavíkur án viðkomu. Höfðu þá verið
lagðir að baki 72 kílómetrar. Þar fengu hestamir tuggu á meðan
Magnús tók til meðul. Á þessum tíma var aðeins sími á Hólma-
vík og Heydalsá og voru mikil óþægindi því samfara að ekki var
hægt að ná á aðra bæi.
Óvíða voru hestar á jámum, ef þurft hefði að fá lánaða hesta,
119