Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 47
En nú var ekki til setu boðið lengur því það var byrjað að
hnngja til guðsþjónustunnar og fólkið fór að streyma í kirkjuna,
það var sannarlega hátíðlegt þegar hvert sæti í litlu kirkjunni var
fullskipað, og fyrstu tónar fallega sálmalagsins endurrómuðu í
blárri og stjörnuskreyttri hvelfingu kórsins.
En hvað var nú þetta, allir hrukku við vegna skyndilegs
hávaða einhver síðbúinn kirkjugestur opnaði varlega hurðina en
þá þurstu nokkrir hundar inn á gólfið, og það var þetta sem
orsakaði hávaðann, auðvitað voru þeir fjarlægir svo fljótt sém
hægt var og guðþjónustan hélt áfram ótrufluð eftir það.
Kannski var það bara Hildi litlu sem fannst hún vera alltof
löng, en samt tók hún nú loksins enda, og þá byrjaði líka það sem
henni fannst skemmtilegast, og það var að fylgjast með því hvar
öllu þessu fólki var komið fyrir til kaffidrykkju.
Auðvitað gátu ekki allir drukkið í einu, þó dekkuð væru borð
bæði í suður og norðurstofum, og jafnvel búrbekkurinn líka
notaður, víst var það, að allir fengu hressingu, sem var þakkað
fyrir með mörgum kossum og blessunar orðum, en þá var líka
langt liðið á þennan dýrðar dag, já, þennan dag sem geymist í
minni litlu stúlkunnar langt fram á elliár.
Skemmtilíf
á ungdómsárum mínum
Var nokkuð sem hægt var að nefna því nafni á fyrstu þremur
tugum þessarar sldar. Ég ætla að færa í letur þær fáu minningar
sem ég get grafið upp úr þoku gleymskunnar frá þessum árum.
Það fyrsta sem ég man í sambandi við dans, var það að venja
var heima hjá mér, að fólkið af næstu bæjum kom saman til að
skemmta sér á annan dag jóla, þá var sungið og farið í allskonar
leiki, og eitthvað var nú líka dansað, ekki man ég eftir öðru
hljóðfæri en langspili sem kennarinn átti og allir trölluðu með,
þetta mun nú hafa verið í kringum 1911 eða tólf, þá var ég bara
sjö ára. Að ég man þetta mun vera af því, að ég hafði ekki fyr séð
45