Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 103
„Þeir verða ekki svona blóðþyrstir eftir matinn“, svara ég og
vind mér úr kápunni.
Inni í eldunarbragga er kæfandi hiti og matardaunn. Stúlk-
umar eru á þönum fram og aftur með rjúkandi kjötföt og súpu-
diska, en fullnægja þó aldrei eftirspurninni. Hvert sæti við
langborðið er setið, og þótt hver standi upp um leið og hann hefir
gleypt síðasta bitann sest annar jafnskjótt í sæti hans og heimtar
sinn skerf.
„Kjöt, kjöt.“
„Láttu mig hafa súpu, ljúfan“----
Rétt hjá eldavélinni er ofurlítill bekkur. Þar situi einn flán-
ingsmannanna og treður í pípu sína. Stallsystur mínar kotra sér
niður hjá honum, en ég stend eftir og hefst ekki að.
„Þorirðu ekki að setjast?“ spyr hann og grípur í handlegginn á
mér. Ég brosi og sest á hné hans.
„Djöfuls gangur er þetta í ykkur, svermið þið nú líka í matar-
tímanum?“ hreytir sú úr mörnum út úr sér, þegar þrengir að
henni á bekknum.
Nú rýmkast við borðið svo að við fáum pláss á bekknum við
munkaborðið. Það er sá borðsendi, sem bændumir og pipar-
sveinarnir sitja jafnan við, og þar vildum við stelpurnar auðvitað
vera. Þar var minnst á freistingar við hverja máltíð.
Venjulega tekur það okkur fimm mínútur að gleypa í okkur
matinn. Þær fáu mínútur, sem eftir eru af hléinu tekur klefinn
okkar við okkur, hið eina athvarf af öllum, sem traust er og
óumbreytanlegt. Við búum í herbergiskytru í enda gamals
íbúðarhúss, sem stendur í brekkunni ofan vib frystihúsið. Tvö
fastarúm við langvegg, eitt rúm þvert yfir endarýmið, fast smá-
borð undir glugga, auða gólfrýmið 1 m á lengd en 75 sm á breidd
— stórfínt. Við erum þrjár, tvær fleygja sér endilöngum í hlið-
arrúmin en ein smokrar sér í það innsta. Sú í langanum býður
„smók“.
„Úff — ég er alveg uppgefin.“ Hún smokkar af sér ullarleist-
unum og teygir úr sér.
, Ja, þá ættir þú að taka mörinn“, ansar hin stúlkan. „Það er
101