Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 30
Allmikið vandaverk var að hlaða veggi svo að þeir stæðu vel
og lengi og voru oft fengnir til þess verks vanir hleðslumenn.
Þessir hleðslumenn voru oft bæði hraðvirkir og velvirkir og var
oft gaman að sjá nýhlaðna veggi eftir þessa listamenn, veggirnir
voru eins og heflaðir, hvergi stóð einn steinn utar öðrum í
hleðslunni og strengjalögin þráðbein á brún grjóthleðslunnar,
hvergi var slakki eða bunga á vegg allt eins og hefluð fjöl.
Veggimir voru látnir dragast að sér eftir því sem þeir hækkuðu,
það er, að þeir voru þykkri að neðan, með þessu lagi stóðu þeir
betur, hornsteinar voru sérstaklega valdir því mest næddi um
horn hússins og meiri hætta á að úr þeim gæti hrunið fyrir ágang
regns, vinda og frosta.
Kæmi það fyrir að ytri eða innri hleðsla bilaði á kafla í
veggnum var hlaðið upp í skarðið og var það kallað að gildinga
upp í vegginn, að gildinga upp í vegg var allmikið vandaverk svo
ekki sæust merki eftir hrunið. Það sem oftast olli svona hruni úr
veggjum var að vatn af þakinu komst í vegginn og sprengdu þá
vetrarfrost stykki úr honum. Það var því mjög áríðandi að tyrfa
vel yfir veggi svo þakvatnið rynni út af þeim. Ekki þurfti nema
eitt lítið gat á torfu sem veggurinn var tyrfður með til þess að illa
færi.
Þegar átti að byggja gripahús var byrjað á að grafa fyrir
undirstöðu veggjanna svo þeir stæðu á föstum grunni, því næst
voru valdir stærstu steinarnir og þeim raðað þétt hlið við hlið og
var það kölluð undirstaða, þannig var lögð ytri og innri vegg-
hleðsla. Þegar búið var að leggja hana var fyllt upp á milli
steinanna með mold og hún troðin niður með fótum eins vel og
hægt var svo hún sigi sem minnst. Þegar það var búið var tekin
torfa og lögð saman á langveginn, þannig að grashliðin snéri inn
og einn þriðji af breidd torfunnar væri öðrumegin en tveir þriðju
hinumegin, þá var skorinn skurður með beittum ljá eða öðru
eggjárni sem náði vel inn í miðja torfuþykktina og torfan brotin
saman um skurðinn, breiðari hlutinn var látinn snúa upp og
mjórri hlutinn niður. Þegar hún var brotin svona batt hún
vegginn betur saman, skurðsárið á torfunni var lagt á brún
steinhleðslunnar, þetta var kallaður strengur og var hann að
28