Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 102
„Ó, guði sé lof“, andvarpaði ég, því að maginn var farinn að
segja ótuktarlega mikið til sín.
„Segðu það heldur, þegar þú ert búin að fá eitthvað í belg-
inn“, sagði „jafnhattarinn“ og stútaði sig ríflega á pontunni.
„Elsku, skrepptu nú fram og vittu hvort er mikið á bekkj-
unum.“
Ég halla mér að honum og geri mig blíða, því að sú aðferð
hafði mér alltaf dugað best til að láta hann snattast fyrir mig.
„Ég ætlaði ofan hvort eð var, sagði kerlingin, þegar hún datt
ofan stigann og hálsbrotnaði“, sagði „jafnhattarinn“, en enginn
asi var á honum samt. „Ég skal gá að því og segja þeim að flýta
sér ögn, því ekki vil ég að þú dettir í sundur, hjartað mitt.“
Nú drífa kroppamir inn hver á fætur öðrum, svo að ég hef
varla við. Þetta er „töm“ á okkar máli, kapphlaup í matinn, því
að ef við látum ekki hendur standa fram úr ermum, getur svo
farið að við fáum ekki neina hádegishvíld. Komið hafði fyrir að
15 mínútum eftir að ég lauk við síðasta kroppinn, var byrjað að
rota og „tömin“ hófst á ný. Rotarinn og hausarinn eru þeir einu,
sem hafa vissan hádegistíma, við hin verðum svo að haga okkur
eftir afköstum þeirra.
Strax og einhver hefur lokið sínu verki, dregur hann af sér
hlífðarfötin og, ef hann er þrifinn þá skolar hann þau með
vatnsslöngunni og hengir þau upp. Svo hraðar hann sér út án
þess að líta til hægri eða vinstri, og hverfur inn í eldunarbragg-
ann.
Aðeins stelpurnar úr mömum koma inn til mín og doka við
eftir mér.
„Djöfuls kraftur í morgun“, segir sú sem tekur langann, ljós-
hærð hnyðra, sem er uppáhald I. garnameistara. Þau standa líka
hlið við hlið á daginn og hvíslast í skuggum húsanna eftir
vinnutíma.
„ó-o“ tekur sú úr mömum upp og sýnir okkur djúpa sprungu
inn í vísifingur hægri handar“. Ég hef vafið þetta og vafið, en
alltaf skerst innúr. Mér blæðir út fyrir kvöldið, ef þetta heldur
svona áfram.“
100