Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 122
eða skipta um á leiðinni. Venjulegast voru hafðir á járnum
dráttarhestar, sem gat verið óreitt þó á þyrfti að halda. Til þess
kom ekki í þetta skipti utan þennan hest frá Heydalsá.
Þegar Kollafjarðarnesvinnumaður fór frá Hólmavík reið hann
auðvitað Sörla.
Gengur nú allt eðlilega út fyrir Hrófá, en þá finnur hann að
eitthvað er Sörla brugðið því hann er farinn að letjast og ólíkur
sjálfum sér þessi kappsfulli hestur, vildi jafnvel stoppa. Ákveður
maðurinn að fara að Húsavík og gista þar. Þarna voru örlaga-
dísirnar hliðhollar Sörla. Hvergi á þessari leið var betra að koma
með hest en til Gríms í Húsavík að öllum bæjum ólöstuðum.
Grimur hafði á langri ævi umgengist hesta, hafði smekk fyrir
þá öðrum fremur og var í orðsins fyllstu merkingu hestamaður,
enda kastaði hann ekki til þess höndum að hlynna að Sörla. I tvo
tíma stóð Sörli án þess að taka í hey, hvernig sem Grímur reyndi,
með því að skipta um í stallinum, ýmist í úthey eða töðu, hann
reyndi að láta hann dreypa á volgu vatni, kembdi honum og
nuddaði, lét á hann yfirbreiðslu og hlúði að sem hugsanlegt var.
Grími var vel kunnugt um að mikill skaði væri fyrir Kolla-
fjarðarnesheimilið ef Sörli færi ekki lengra og raunar náði það
miklu lengra, það hefði verið skaði fyrir næstu byggðarlög. Ég er
viss um, að hefði þetta orðið skapadægur Sörla, hefði hann verið
tregaður af öllum þeim mörgu sem til þekktu, enda þá skarð fyrir
skildi.
En hendurnar á honum Grími í Húsavík, það voru sannkall-
aðar kærleiks hendur. Eftir að hafa hengt hausinn niður í röska
tvo tíma fór Sörli að tína úr stallinum, fyrst hægt og rólega, síðan
með vaxandi þrótti, og þar kom að Grímur sá árangur umhyggju
sinnar, hetjunni borgið.
Það var til þess tekið hversu Sörli tók hraustlega til matar síns,
þegar líða tók á nóttina. Hann hafði alla tíð þurft mikið fóður,
sumir sögðu allt að kýrfóður, en hvað um það. Á meðan hann var
í húsi í Húsavík hefði engin belja getað innbyrgt það magn sem
hann kláraði sig af. Þegar Sörli var kominn að Húsavík er hann
búinn að leggja að baki rúma 80 kílómetra á einum og sama
sólarhring og það í vondri færð með mann á bakinu. Það er mikil
120