Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 105
Verkstjórinn kímir, þótt hann heyri aðeins orðaskil. Hann
gengur fram á milli flokkanna.
„Hættið þið nú, hættið þið nú, þetta er nóg í einu“, kallar
hann.
Stríðið er búið. Aðeins standa kannske tveir eða þrír saman án
alls flokkadráttar og hlæja og masa hver framan í annan.
„Aðeins 140 eftir“ bætir verkstjórinn við. „Takið þið það í
skorpu. Þess lengra frí.“
Þetta er nú töm í lagi. Ég er varla búin að strjúka hrygg og
síður seinasta kropps, þegar dragnandi skóhljóð gefur til kynna
að „jafnhattarinn“ er að koma með þann næsta.
Allur söngur er hljóðnaður. Einstaklingar hússins vinna sam-
an markvisst eins og vél. Ef einn stöðvast við verkið er allt stopp.
Og hver maður vill standa sig. Vinnan er það besta, sem guð
hefur fundið upp.
Smám saman hefir dagurinn þokað af sviðinu og rauðleit
birta rafljósanna fengið yfirhöndina. Eg sæki embættisteikn
mitt, litla peru, „hund“, sem ég hengi í vinstri kragahneppsluna
á olíukápunni. Mjúkur bjarminn leikur um lambskroppana og
gerir þá undarlega lifandi. Þegar ég lít inn í brjósthol þeirra er ég
hálfhissa á því að hjartað skuli ekki vera þar enn og slá.
„Nú er þetta að verða búið í dag“, tilkynnir hæklarinn. Hann
er minn vissi fylgihnöttur og við höfum talað svo margt að mér
finnst ekki ómaksins vert að ansa neinu. Annars virðist aðalstarf
hans vera fólgið í því að standa við gluggana <^g glápa sí og æ á
amstur búandkarlanna við sláturmóttökuna. Ef hann sér
kannske eitthvað hlægilegt. svo að hann fer að flissa, og ég vil fá
að vita, hvað um sé að vera, þá gerir hann sig bara breiðan og
segir afundinn:
„O — það var ekkert.“
Hann er líka aðeins þrettán ára og hefur ekkert vit á kvenfólki.
Loks kemur „jafnhattarinn“ öslandi með stelpurnar úr fremri
klefanum skrækjandi sína á hvorum handlegg.
„Þetta eru nú seinustu kroppamir í dag og þeir eru ómerktir.“
„Þú hefur þá krækt þér í þá handa þér sjálfum, karlinn.“
103