Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 40
síldarstöðinni. Svo var ég í lausavinnu hjá þessum stórkörlum.
Þama var margt fólk bæði konur og karlar víða að af landinu, og
þangað var farið sumar eftir sumar.
Nú svo þurfti ég auðvitað að skoða höfuðstaðinn, en þar var
nú ekki viðdvölin löng, því að „útþráin leiddi mig ungan og
seiddi.“ Ég tók mér far með Botníu gömlu til Hafnar. — Já, bara
af ævintýralöngun og með tóma vasa. — Þegar út kom réð ég
mig í verkamannavinnu við „kajan“ til að fá aura í vasann, og
svo skömmu seinna á skip sem hét Friðrik 8., 13 þúsund tonna
kolakláfur. Þar var ég kyndari.
Þó vinnan væri erfið hjá Dönum var gott að vera með þeim.
Þetta voru ágætir karlar og fæðið var fínt. Ég var á þessu skipi í
fimm mánuði og þann tíma sigldum við alltaf á Ameríku. Mér
fannst ekki mikið til um New-York og dýrðina þar. Inn í borg-
inni sást ekkert varla upp í heiðan himin. Þessi tröllskapur átti
illa við mig og mig langaði ekki eftir frekari kynnum af því
umhverfi, svo ég fór af skipinu eftir þessa fimm mánuði í Höfn.
Þar réð ég mig í Tivoli, einn bezta skemmtistað borgarinnar.
Þama vann ég í sjoppu og hjálpaði til við leirtauið, var eiginlega
hálfgerður uppvartningarkarl.
Þetta leiddist mér og fór á Dyrehavsbakken, baðstað út við
Eyrarsund og var þar þjónustumaður á restauration. Þarna voru
skemmtilegir karlar og gaman að transporta í þessu.
Svo réð ég mig næst við Hovedbanegaarden og þar var ég
látinn pússa silfurtauið, sem notað var handa fína fólkinu.
Þama var ég í ein fimm ár. Okkur féll vel saman, mér og
yfirmanninum, sem reyndist mér mjög hliðhollur. Og honum
þótti slæmt að missa mig þegar ég fór. En mig langaði í til-
breytingu og réð mig á „transportkláf”, sem hét Konstantin og
sigldi um Norðursjóinn og á England.
En þessu undi ég ekki lengi og eftir eitt ár leitaði ég aftur á
náðir míns fyrri húsbónda, en þá kvaðst hann hafa ráðið annan í
minn stað. Þó bað hann mig að bíða og ráða mig hvergi í tvo þrjá
daga. Daginn eftir fékk ég svo boð um að ég gæti fengið hjá
honum mitt fyrra pláss.
En þá fórum við að þvæla um kaupið, sem mér fannst ekki
38