Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 32
búnar var farið að hafa mæniásinn tilbúinn, ef húsið var langt
þurfti meira en eitt tré og voru þá sett saman tvö eða fleiri þar til
fullri lengd var náð, best þótti að fella þessi tré saman með
timburmannslás, en með þeirri samsetning þótti tréð sem heilt
væri, því þannig samsetning bilaði aldrei. Væri ekki um timb-
urmannslás að ræða varð að setja stoð undir samskeytin, væri
mæniásinn sívalur var söguð kría í efri enda stoðarinnar og féll
þá mæniásinn í kríuna og sat þar fastur. Þegar mæniásinn var
kominn upp á endastoðirnar voru endasperrurnar settar á og
héldu honum föstum. Þvínæst voru millistoðirnar settar undir.
Jafnhliða því að koma mæniásnum upp var unnið við að koma
fyrir vegglægjum, grafið var fyrir stoðarsteinum meðfram
veggjum inn í tóttinni á þá stoðarsteina komu grannar stoðir, ca.
3 tommur í þvermál með ca. þriggja álna millibili ofan á þær
kom vegglægjan, vegglægjan lá meðfram langveggjunum uppi
við brún og fór lengd vegglægjustoða eftir hæð veggjanna.
Vegglægjur voru ýmist sagaðar úr rekavið eða mjóar súlur 2x3
tommur í þvermál. Þvínæst voru sperrurnar sem áður höfðu
verið tegldar til settar upp öðrum enda þeirra var fest í mæni-
ásinn en hinum í vegglægjuna og komu hver á móti annarri frá
mæniásnum niður á vegglægjurnar sitt hvoru megin, þannig var
haldið áfram uns allar sperrur voru komnar upp.
Ef gaflar hússins áttu að vera með hallandi þaklagi eins og
hliðarnar, voru settar vegglægjur fyrir gaflana og sperrur af þeim
upp á mæniásinn. Sperrur voru ekki festar saman heldur sett
snið á endann sem féll að mæniás og vegglægju og fest með
nöglum. Ég sá eitt sinn er gamalt hús var rifið að sperrur höfðu
verið festar á mæniás með trénöglum, hafði verið borað fyrir
þeim í gegnum sperruendann og inn í mæniásinn. Þegar allar
sperrur höfðu verið settar upp voru skáldraftarnir settir langs á
sperrurnar, lengd skáldrafta fór eftir því hve langt var á milli
sperra. Skáldraftarnir voru hafðir all sterklegir því þeir áttu að
bera uppi áreftið, bilið milli þeirra var ca. IV2 alin en fór þó
nokkuð eftir styrkleika þeirra. Þegar búið var að raða skáldröft-
unum á sperrurnar og festa þeim var áreftinu raðað á bilið milli
þeirra og var því raðað þétt svo torfið sigi ekki niður á milli.
30