Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 169
hinn, hafði bróður sínum og öðrum óafvitandi tekið lærdóms-
bækur hans, nær hann hélt ei sjálfur á, og lærði og var eins eða
líkt kominn sem hinn. Kom sér síðan fyrir nokkra vetur hjá séra
Jóni Sigurðssyni, sem þá var stúdent og assistent á ísafirði, og
bjargaði sér þannig fram með vinnu sinni á sumrum en róðrum
um vorvertíð, að hann loks var dimitteraður af séra Páli Hjálm-
arssyni á Stað á Reykjanesi, fyrrum rektor Hólaskóla“.
Sæmundur Bjömsson var tvíkvæntur og átti mörg börn með
báðum konum sínum, auk þess mun hann hafa getið nokkur
börn með öðrum konum, sum á milli kvenna, en samt sem áður
er það dálítil mannlýsing. Sæmundur varð ekki gamall maður,
en síðustu 30 ár ævi sinnar bjó hann búi sínu á Gautshamri á
Selströnd norðan Steingrímsfjarðar, og mun hafa andast þar
rúmlega sextugur að aldri. Hann var sem fyrr segir nokkuð
vínhneigður eins og fleiri góðir menn á hans dögum. Fjárgæzlu-
maður mun hann hafa verið lítill, en þó jafnan laus við víl og vol,
glaðsinna og manna vinsælastur. Ymsar skemmtilegar sögur
voru sagðar af Sæmundi, orðfimi hans og vísnagerð, glettni og
gamansemi. Ein sagan er þessi:
„Einhverju sinni fór Sæmundur að sumarlagi kaupstaðarferð
norður á Reykjarfjörð (Kúvíkur). Var þar þá verzlunarstjóri Jón
Salomonsson. Margt var um manninn í verzluninni og mikið að
gera. En Sæmundur lagði ríka áherzlu á að fá þegar afgreiðslu og
bar því við, að hann þyrfti að komast heim fyrir kvöldið að hirða
töðu, því þurrkur var góður. Varð það úr að hann fékk afgreiðslu
strax. Síðar um daginn verður Jón faktor (þ.e. verzlunarstjóri)
þess var, að Sæmundur er alls ekki farinn. Ei hann þá orðinn
ölvaður vel. Segir Jón þá: Svo þér eruð hér þá ennþá, Sæmundur
minn. Ójá, svarar Sæmundur. Skítur á sér engan skildaga og
skreppur úr helvízkum rassi þegar honum sýnist.“
Yngstur hinna sex sona séra Björns og konu hans hét Björn,
fæddur 8/8 1809, dáinn 2/11 1908, og skorti því einungis fáa
mánuði á tíræðisaldur er hann lézt. Hann var frægur söngmaður
eins og Sæmundur bróðir hans á Gautshamri, sem og margir
þeirra frænda og afkomenda. Sagt hefur verið um söng þeirra
bræðra, Björns og Sæmundar, að enda þótt röddin væri mikil og
167