Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 123
þrekraun að ríða hesti áttatíu kílómetra þótt á sumardegi væri
og margur hesturinn hefði ekki þurft meira til þess að bíða þess
aldrei bætur Hvað þá heldur að ríða hesti svona langt, við þessar
óvenjulegu aðstæður. Ef einhvers staðar á að finna samjöfnuð,
verður að leita til þeirra „sagna“ einna, sem geta um sérstök
afrek hesta, sem tilheyra ekki fjöldanum heldur örfáum ein-
staklingum, sem sérstaklega hafa verið vel gerðir frá náttúrunnar
hendi.
Mér virðist þarna komi aðeins tvennt til greina. I fyrsta lagi að
Sörli hafi verið alveg sérstaklega vel uppalinn, t.d. i búri sem
kallað var. Það gerðu konur hér áður fyrr, að ala hesta þannig
upp til halds og trausts bónda sinum. Þeim hesti átti aldrei að
verða afls vant eða þreks, hann átti fyrst og fremst að skila bónda
þeirra heim hvort sem hann var heilbrigður eða lasinn, fullur eða
ófullur, í heimahlað skyldi hann alltaf komast.
Mér finnst mjög ótrúlegt að þessu hafi verið þanng varið með
Sörla. En hitt tel ég nokkuð víst að hann hafi verið dilkur, þ.e.
gengið undir til tveggja eða þriggja vetra, önnur skýring er ekki
til á þessu mikla þreki. Mér sýnist það styðja álit mitt að Oddur
Lýðsson í Hlíð kaupir folann og hryssuna, móður hans bæði
saman.
Að vísu veit ég hve Sörli var gamall þegar hann kom í eigu
Odds, en ég hef þá bjargföstu trú að hann hafi þá gengið undir
merinni og þess vegna hafi Oddur keypt þau bæði.
Dagsverkin urðu mörg
Við rætur „klakksins“ hefur Fell í Kollafirði staðið frá
ómunatíð. Kirkjan stóð þar um langt árabil og aflagðist nokkru
eftir aldamótin síðustu. Prestur sá sem þar sat síðast hét Arnór.
Hann fluttist suður á Fellsströnd, síðan norður að Hvammi á
Laxárdal í Skagafirði.
Hjálmar, sonur séra Jóns á Kollafjarðarnesi fór að búa á Felli
um 1930. Um tíma var þar tvíbýli. Ragna systir Hjálmars, og
hennar maður Skeggi Samúelsson bjuggu þar líka. Á þeim árum
121