Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 53
piltunum í hópnum bauðst til að hafa hesta skipti við mig, —
sem ég þáði með innilegu þakklæti og varð kannski upphaf að
vináttu sem entist á meðan bæði lifðu.
Víst mun ýmislegt skemmtilegt hafa skeð í þessum ferðum, við
fórum í allskonar útileiki og mikið var sungið. Best man ég eftir
skyrinu og hnausþykkum rjómanum sem við keyptum á Geir-
mundarstöðum, það var svo vel útilátið að það reyndist hin
mesta þrekraun að klára skammtinn, þá var hlegið svo mikið að
þeim sem lentu í vandræðunum og nærri lá að við yrðum okkur
til stórskammar, heimafólkið var farið að líta á okkur með
undrun og vanþóknun, og hélt að við værum að hlægja að sér
sem ekki var, enda hefði það verið mjög ómaklegt fyrir svo
rausnarlegar veitingar.
Mér finnst ég vera búin að gera skemmtanalífinu dálitil skil,
og á ég þá við eins og það var í minni heimabyggð, — sjálfsagt
væri hægt að segja eitthvað meira, en ég læt hér staðar numið.
Frá vetrinum 1918
Það er ekki að því, að mér finnist ég hafa frá neinu merkilegu
að segja, að mig langar til að rifja upp nokkrar minningar frá
vetrinum 1918. Hann er mér minnisstæður fyrir margra hluta
sakir. Þá var ég lánuð í fyrsta sinn að heiman. Bærinn sem ég átti
að dvelja á heitir Bjamames, þar bjuggu þá ung hjón, ekki áttu
þau nein börn, svo heimilisfólkið var ekki annað en þau hjón, og
einn unglingsdrengur.
Mikil voru viðbrigðin hjá mér, að koma frá þessu fjðlmenna
og glaðværa heimili í Bæ, á þennan þögula og þungbúna stað,
sem aldrei heyrðist gamanyrði eða hlátur, að ég nú tali um, að
sungið væri í rökkrinu eða lesið upphátt á kvöldin, eins og ég
hafði átt að venjast heima.
Það var því engin furða, þótt mér leiddist, en ekki mátti ég láta
á því bera, enda hafði ég ásett mér að reyna þrauka af veturinn
þama, bæði var nú það að ég átti að fá tilsögn í reikningi hjá
húsbóndanum, því þetta var næst síðasti veturinn fyrir fermingu
51