Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 163
Á þetta forna deiluefni er drepið hér vegna þess, að meðal
afkomenda séra Bjöms í Tröllatungu og margra annarra
óskyldra eru þær sagnir uppi, að hann hafi tekið hinni nýju
messusöngsbók tveim höndum og gert sér mjög far um að út-
breiða nýja messusönginn í sóknum sínum, og sömuleiðis Jón
sonur hans, þegar hann var orðinn aðstoðarprestur föður síns í
Tröllatungusóknum. Séra Bjöm var, eins og fyrr er að vikið,
raddmaður mikill, fagurraddaður og kunni söng manna bezt.
Mælt er að séra Bjöm og þeir feðgar báðir, séra Jón og hann,
hafi verið frjálslyndir í trúarskoðunum eftir því sem þá var talið,
enda tvíllaust, að hinn eldri Tröllatunguprestur hefur verið ná-
kunnugur upplýsingar- og útgáfustarfsemi Magnúsar Stephen-
sens, þar sem hann vann í fjögur ár skrifstofustörf í Reykjavík og
kona hans þénaði í Viðey. Hins vegar mun nágrannaprestur
Tröllatungufeðga, séra Hjalti Jónsson prófastur á Stað í Stein-
grímsfirði, hafa verið kreddubundnari í trúarefnum og fast-
heldnari á forna venju. Þótt séra Björn beri samtímamönnum
vel söguna í æviminningum sínum, er þó eins og þar kenni
nokkurrar misþóknunar í garð prófastsins á Stað, sem vildi ekki
samþykkja búsetu séra Bjöms á Kirkjubóli, þegar hann sá sér
ekki með neinu móti mögulegt að framfæra fjölskyldu sína í
tvíbýli við föður sinn á hálfri Tröllatungu. Séra Hjalti prófastur
á Stað var valmenni, hjálpsamur um efni fram, ágætur predikari
og mikill mælskumaður, en í ljós hefur komið hirðuleysi hans um
bókhald, sem allir áhugamenn um ættvísi og önnur fræði henni
skyld hljóta mjög að harma, því að svo kvað mega heita, að
hreint engar embættisbækur séu til frá allri hans hart nær 30 ára
prestsskapartíð vegna þess, að þær voru aldrei skráðar.
Eftir 11 ára þjónustu sem aðstoðarprestur föður síns í Trölla-
tunguprestakalli, andaðist séra Jón Björnsson skyndilega á
fertugasta og öðru aldursári. Frá andláti hans hefur Gísli
sagnaritari Konráðsson þessa sögu að segja: „Hann messaði á
annexíunni Felli í Kollafirði lf. febrúar 1838 og var þá heil-
brigður, en á heimleiðinni um kvöldið, milli Kollafjarðarness og
Hlíðar út með Kollafirði, þar sem Drangavík heitir, kvartaði
hann um að mátt drægi úr fótum sér. Varð hann þá smám
n
161