Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 166
fram af ómótstæðilegum innri ofsa. Samstundis þaut hann upp
úr sæti sínu og snarsnéri sér eins og skopparakringla á þilfarinu,
sveiflaði í kringum sig stafnum og hneggjaði fram skammar-
kviðlinga með dimmri, urrandi raust, líkt og hann væri að fæla
frá sér óðan strákahóp eða óhreina anda eða fjandsamlegt þjóð-
félag, en lærisveinaskarinn þusti burt dauðskelfdur á víð og dreif
um þilfarið:
A Isafirði er arg og garg,
Ymja bassalýti.
A þín bendir saga sarg
svartra djöfla í víti.
Tvö fyrri vísuorð ofannefndrar stöku lúta meðal annars að því,
að í ísafjarðarkaupstað og yfirleitt í sveitum og sjávarþorpum
umhverfis Djúpið var Jón kenndur við fæðingarstað sinn,
Bassastaði í Kaldrananeshreppi, og almennt kallaður Jón Bassi.
Jón var sem fyrr segir dável hagmæltur, en tók sjaldan til þeirrar
gáfu sinnar nema í félagsskap „bakkusar“. Ummæli eins og
„ymja Bassalýti“ höfða til þess, að strákastóð og útigangslýður á
götum ísafjarðarbæjar munu iðulega hafa sent honum tóninn
með óhefluðu orðbragði, þegar hann oft og tíðum rambaði þar
um stræti og stíga, nokkru meira við skál en góðu hófi þótti
gegna. Slíkrar áreitni gætti og enn meir fyrir þá sök, að Jón var
maður skapstór og skapbráður, orðhvass og orðheppinn, við-
kvæmur og auðreittur til reiði, en til hins síðastnefnda voru
refimir skornir hjá götulýðnum. I heimahéraði sínu gekk hann
almennt undir heitinu Jón Strandi, sem var alþýðustytting úr
nafninu Strandfjeld, eftir að hann tók það upp.
Fjórða barnið í aldursröðinni hjá yngri prestshjónunum í
Tröllatungu, séra Jóni Bjömssyni og Guðrúnu konu hans, hét
Bjöm, fæddur 1831 og því 20árum eldri en systursonur hans Jón
Strandfjeld. Björn var skýrleiksmaður og vísnasmiður eins og
þeir frændur fleiri. Hann byrjaði búskap sinn á Gróustöðum í
Geiradal og var þá hreppstjóri þar í sveit, en seinna bjó hann í
Tungugröf í Tungusveit um nærfellt 30 ára skeið, og andaðist
164