Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 104
eins og andskotinn sendi alltaf annað hvort rok eða rigningu. I
gær varð skriftin á miðunum ólesandi af bleytu en í dag fjúka
þeir burt óðar og maður klessir þeim á. Ég er búin að standa í
stöðugu rifrildi í morgun-----“.
Hvað þessi stund er stutt. Okkur finnst við varla hafa blásið
mæðinni, þegar verkstjórinn opnar hurðina:
„Komið þið, elskurnar, það er byrjað.“
„Ó, lof mér að vera augnablik enn. Þú mátt vera hjá mér, ef þú
vilt.“
„Það væri nú óneitanlega gott, en-----“
„Þetta verður aldrei búið í dag.“
,JÚ, blessuð, það verða ekki nema rúm fimm.“
Verkstjórinn er uppáhald allra. Hann stjórnar öllu með lipurð
og glaðværð án þess að láta of mikið á valdi sínu bera. Máske
tökum við stelpumar obboðlítið tillit til þess að hann er ógiftur, á
fimm jarðir og „villu“ í Reykjavík.
Dagurinn drattast áfram, auðu bitunum fækkar, súgurinn
kælir kroppana. Kjöt, kjöt, hvert sem litið er. Ég strýk volga,
þriflega limina með saknaðarblandinni ástúð og sé í anda frísk-
legan limaburð og leiftrandi augu skepnunnar.
Var það máske þessi dilkur, sem stökk léttilegast klettastall af
stalli í göngunum? Varst það kannske þú, litla barn, sem starðir
á mig skærum augunum úr réttinni, þar til ég, maðurinn, leit
undan, breysk og brotleg gagnvart þér-—— ?
Nú taka þeir lagið heldur glatt frammi í fláningsklefa.
„Bjartar vonir vakna í vorsins ljúfa blæ —“.
Söngurinn þagnar og allur hópurinn rekur upp öskur. Ja,
hvort er það reiði eða hlátur? Ég þeyti klútnum ofan í fötuna og
hleyp fram. Það er bardagi, allsherjar skothríð. Mörtætlur, miltu
og annað þvíumlíkt þýtur um loftið eins og skæðadrífa. Vask-
arar, krufningsmenn, garnameistarar og mörstelpur hefja
skipulagða árás á fláningsmenn. Einhver þeirra hefur sagt eitt-
hvað mergjað eða fleygt einhverju af handahófi. Óreglulegi
flokkurinn er betur vopnum búinn og fláningsmenn fara hall-
oka. Verkstjórinn kemur til mín og horfir andartak á.
„Nú er líf í tuskunum“ æpir „jafnhattarinn“ í eyra hans.
102