Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 26
efst þar sem spónblaðið átti að falla ofan í, á hinum arminum var
kúla sem féll niður í holuna, spónninn var settur í vatnið og
soðinn þar til hann var orðinn mjúkur þá var hann settur í mótið
og örmunum þrýst saman svo kúlan sveigði spónblaðið niður í
holuna þar var spónblaðið látið kólna. Þegar pressan var tekin af
mótinu var homið orðið hart og breyttist ekki spónninn, þvínæst
pússaður og þar með var fenginn matspónn sem var að notagildi
jafngóður og nútíma matskeið.
Mannbroddar voru smíðaðir úr horni og járni, lengja var
söguð úr homi, það löng að næði þvert undir ilina og endar sem
stóðu út fyrir voru beygðir upp í ristar hæð á þessa enda voru sett
göt sem band var dregið í gegnum og bundið yfir ristina, end-
arnir voru beygðir þannig að þeir vísuðu ofurlítið út frá fæt-
inum, þegar mannbroddunum var fest á fótinn, sveigði bandið
homendana að fætinum og strengdi þannig á bandinu og hélt
því strengdu svo mannbroddarnir losnuðu síður af fætinum, þá
voru smíðaðar tvær mjóar lengjur úr járni og beygt upp á báða
enda hverrar lengju og endarnir slegnir fram svo þeir mynduðu
brodd. Þessar jámlengjur náðu ekki alveg út á brún hornplöt-
unnar. Tvö eða fleiri göt voru gerð á hvora járnlengju og horn-
plötu og stóðust þau á, í gegnum þau var settur hnoðnagli
þannig að hausinn á naglanum kom innan á hornplötuna en
endinn í gegnum jámlengjuna og var naglinn þannig hnoðaður
fastur, tvær járnlengjur komu undir hverja hornlengju, brodd-
arnir voru svo sorfnir fram svo þeir urðu all biturlegir og mörk-
uðu betur spor í hálkuna.
Eitt af því sem var heimasmíðað voru tölur, jakka- og buxna-
tölur. Þær voru smíðaðar úr hvalbeini og beinliturinn látinn
vera á þeim tölum sem notaðar voru á nærfatnað en á ytrifatnað
voru tölurnar litaðar. Sérstakt áhald að sjálfsögðu uppfundið og
heimasmíðað var notað við að skera tölurnar úr beininu ég held
að þessu áhaldi hafi verið gefið ákveðið nafn, ef svo var hef ég
gleymt því, þetta áhald var þannig að hægt var að setja það í
hjólsveif, niður úr því gengu fjögur eggjárn það sem var yzt
ákvarðaði stærð tölunnar, skar hana úr beininu, annað risti
hringmyndaða rás í beinið og var það til þess að talan yrði
24