Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 51
reyndist vera ung og sprenglærð dama, ný komin frá námi í
Noregi, ekki man ég nú hvað hún hét.
Námsmeyjamar urðu tólf, víst flestar á giftingaraldri, við
vorum þrjár frá Bæ, og gengum heim á hverju kvöldi, og áttum
að vera mættar kl. 10 að morgni. Þetta var ofsalega spennandi að
eiga von á svona tilbreytingu, og ekki spilti það nú ánægjunni
þegar kennarinn okkar bauðst til þess, að kenna okkur líka
norska þjóðdansa á kvöldin. Þetta gekk allt samkvæmt áætlun,
við æfðum dansana af miklu fjöri, undirleik annaðist frændi
minn, Jón P. Jónsson hann átti bæði harmoniku og orgel.
Nú ef farið að tala um það, að gaman væri að halda skemmtun
í lokin og hafa þá dansana fyrir aðalprófgramm, og einnig gæt-
um við æft nokkur lög, og fengið einhvern til að flytja fyrirlestur.
Þetta gekk nú allt að óskum en samt stóð hnífurinn í kúnni, hvar
átti svo að halda þessa skemmtun, í Kaldrananeshreppi var ekki
búið að byggja neitt samkomuhús þegar þetta var, en á næstu
árum voru byggð tvö, annað á Drangnesi og hitt á Kaldrananesi.
Þama var úr vöndu að ráða, en þá datt einhverjum í hug að
halda mætti skemmtunina í stóru fiskgeymsluhúsi á Drangnesi,
sem stóð autt um þetta leyti, það þótti heillaráð og drifið var í
að þvo mesta saltið af gólfinu, og slá saman einhverjum bekkjum
til að sitja á, ekki var þetta nú vistlegt, því engin var upphitunin
og ljósin bara nokkrir tíulínu lampar, — en samt vorum við öll í
sjöunda himni af tilhlökkun.
Loks rann upp þessi langþráði dagur, — fólkið fjölmennti til
okkar úr öllum hreppnum og víðar, því alla fýsti að sjá þessa
nýmóðins dansa, ég man að við dansmeyjarnar vorum með
dálítinn skjálfta af hræðslu við að eitthvað færi í handaskolum
hjá okkur, en það var nú bara til að byrja með, svo gekk þetta allt
saman ljómandi vel, og við fengum dynjandi lófaklapp, og urð-
um að sýna suma dansana tvisvar, auðvitað fannst okkur við vera
æðimiklar stjömur, enda umsetnar af ungu piltunum á ballinu á
eftir, svo ekki var að undra að þetta stigi okkur til höfuðs, og ekki
skal fjölyrða meira um það.
En eftir ballið kom úr kafinu, að allir sem þarna voru, höfðu
eyðilagt skóna sína, þeir urðu hvítir eins og þeir hefðu legið í
4
49