Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 16
það gerðum við um miðjan daginn. Við klufum rafta og trjábúta
með tréfleygum og söguðum með stórviðarsög og héldum í sinn
endann hvor. Þurftu menn að vera samtaka og gekk þá verkið
vel.
Allur bærinn var hreinn og góð lykt af trjáberki fyllti and-
rúmsloftið og gerði allt svo hátíðlegt. Sigríður var hreinlát kona
og framúrskarandi þrifin og hafði fyrirmyndarsnið á öllu í litla
bænum. Hún var glæsileg kona í útliti, stór og fríð sýnum. Hún
hefði áreiðanlega orðið prestsmaddama eða sýslumannsfrú ef
hún hefði alist upp í þjóðbraut. Guðmundur bóndi hennar var
einnig myndarlegur maður, í meðallagi hár, þrekinn, með
fallegan brjóstkassa og svipmikill að öllu. Dökkur á brún og brá
og minnti mig alltaf á lýsinguna af Agli Skallagrímssyni og taldi
ég víst að hann væri af honum kominn, og var hann það efalaust
sem allir aðrir Islendingar að vænta má.
Þessi elskulegu hjón voru bæði sitt með hvoru móti góðir
fulltrúar fornra frægðartíma, og börn þeirra báru það með sér að
stofninn var afbragð. Þegar hér var komið sögu höfðu þau búið á
þessari afskekktu jörð marga áratugi og eignast alls 16 börn og
komið 14 til fullorðins ára og manndóms. Þau höfðu margsinnis
átt við ofjarla að stríða þar sem voru hin ofsalegu veður er
stundum verða þarna og komið hefur það fyrir að horfið hefur
hálft þakið af baðstofunni í einu vetfangi og aldrei sést síðan.
Stundum hefur nær allur töðufengurinn farið í sjóinn á sama
hátt og einn daginn, sem ég var þarna fyrir þessi jól, gaf að líta
slík verksummerki. Hey hafði um haustið verið borið upp að
fjárhúsgafli, tyrft og borið á sig með trjám og tórfi, síðan gegn-
frosið allt fargið og þó hafði það skeð að endinn af heyinu var
eins og klipptur frá og hafði hvergi fundist.
Ég grannskoðaði verksummerkin, en gat ekki skilið hvernig
slíkt mátti ske.
Þegar klukkan var 6 um kvöldið á aðfangadag var haldið
heilagt í bænum. Allir í sínum bestu fötum höfðu tekið sér sæti í
baðstofunni nema húsfreyjan og dóttir hennar, sem voru að bera
heitt hangikjöt á borðið, og síðan var sest að snæðingi og mikið
borðað. Allir voru hljóðir og hátíðlegir og horfðu lotningarfullir
14