Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 25
best. Sameining fasteigna, til dæmis jarðir og annað góss, sem
hlutaðeigendur myndu erfa, var þar í fyrirrúmi, og tjáði ekki í
móti að mæla. Að stúlka vildi ekki eiga mann, sem gat séð
sómasamlega fyrir henni var þvílík ósvinna að engu tali tók, og
ekki þýddi að ýja að því að hún fengi að eiga annan, sem hún
hafði kannske fest elsku á.
Nú finnst okkur þetta ómannleg grimmd, en ef maður hugsar
til þeirra tíma, þegar ekkert mátti bjáta á, svo að fólk dæi ekki
hungurdauða, förum við kannske að skilja ofríki foreldranna,
þau vildu aðeins tryggja afkomendum sinum efnalegt sjálfstæði.
Eg heyrði sagt frá einu slíku tilfelli í æsku, þetta gerðist í
Steingrímsfirði eða þar nyrðra. Eg var svo ung þegar ég varð
heyrnarvottur að samtali tveggja kvenna um þessa mannlífs-
sögu, að staðanöfnin festust ekki í minni mínu. Ekki veit ég
hversvegna ættingjar brúðhjónanna sóttu svona fast að koma
þeim í hnapphelduna.
Stúlkan hét Magndis, röskleikamanneskja, væn og dugandi.
Þótti hún heldur skapstór og ekki allra. Maðurinn hét Sigurður.
Af ýmsu mátti sjá að honum voru festarnar engin girndarráð. Þó
var búið til brúðkaups og dagurinn ákveðinn. Þann dag var
margt að starfa og mikil umsvif. Er fram á morguninn kom og
átti að fara að búa brúðurina, þá fannst hún hvergi. Var þá send
stúlka að leita hennar, hét sú stúlka Guðbjörg og varð seinna
húsmóðir á Hvalsá i Hrútafirði.
Fann hún Magndisi úti í fjósi, þar sem hún var að moka
flórinn og bera út mykjuna. Guðbjörg bað hana að koma inn sem
skjótast til að búa sig til brúðkaupsins, einhver hefði nú getað
mokað flórinn annar en hún.
,,Það hæfir einmitt vel þessum degi“, svaraði Magndis og kvað
fast að, „því að mér þykir ekki vænna um hann Sigurð en
helluna þá arna“, og barði rekunni ofan í flórinn til áherslu. Þó
gengu þær til bæjar og var nú búist til kirkju.
Eitthvað hefur verið byrjað að bragða á brúðarölinu, því
þegar brúðhjónin gengu til hesta sinna, kallaði einn vinnumað-
urinn á eftir þeim:
23