Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 32
þá fóru aðkomubátar heim til sín. Venjan var að fá mannskap
að allt frá fjórum til fimm mönnum og þurfti þá að bæta þeim
við heimilisfólkið. Mörg sumur voru 19 manns í heimili. Húsa-
kynni voru frekar þröng til að byrja með, en annað stærra hús
varbyggt 1932.
Það þurfti mikla fyrirhyggju og orku til að leysa af hendi
þarfir heimilisins, en við höfðum nógan mat og klæðnað, eftir
þátíma kröfum. Að vísu varð að vinna þann klæðnað heima, þar
bjargaði ullin, sem var nýtt til vaðmála og einnig í sokkaplögg og
nærfatnað.
Allt stóð þetta til bóta útlend efni fóru að koma í verslanir. Þá
var hætt að vinna vaðmál heima, var það mikill léttir, einnig var
mikill fengur þegar gúmmískótau fór að fást á marga fætur. Eg
var svo lánsöm að það fékkst litlu eftir að við byrjuðum búskap.
Allri nýjung var tekið með gleði, öllu sem létti hin erfiðu störf.
Fyrstu árin voru erfið hvað eldsneyti snerti, sem var eingöngu
mór, nema þar sem reki var. Það varð að bera móinn heim og
það kom eingöngu í hlut konu og barna, en móburðinn leystu
kolin af hendi og mikill var sá munur. Síðar kom raforkan, sem
við búum við enn í dag.
Maðurinn minn hét Árni Andrésson, ættaður frá Kleifum í
Kaldbaksvík, vel gefinn maður og mikill bókamaður. Hann var
framkvæmdamaður mikill og á undan sinni samtíð á flestum
sviðum.
Þegar byggt var stærra húsið okkar á Gautshamri var það
raflýst frá vindrafstöð, þeirri fyrstu þar um slóðir. Einnig steypti
hann þrær í túnjaðarinn og lét keyra í þær slori á sumrin, það
hafði hann sem undirburð í flögin og einnig blandað með vatni
sem túnáburð. Við fisk vann Árni öll árin sem hann lifði. Hann
fór á námskeið til frekar þekkingar í fiskverkun, hann var einnig
fiskmatsmaður og frystihússstjóri öll síðari árin eftir að við
hættum búskap og fluttum til Hólmavíkur 1948. Hann var
ofhlaðinn störfum alla tíð. Hann vann mikið að hreppsmálum i
Kaldrananeshreppi á meðan við bjuggum þar, einnig í stjórn
kaupfélagsins.
Mitt starf var að hafa allt í standi, bæði til matar og fata, fæða
30