Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 54
1. ár. No 1. Tind, laugardaginn 3. jan.
Efni fyrsta blaðs var meðal annars:
Ur bréfi. Sögur um Brigham Young. Hitt og þetta. Góð ráð.
Brúðkaupið.
2. blað Tind miðvikudaginn 7. jan. 1891.
Efni í því var meðal annars:
Strandasýsludeildin í Verslunarfélagi Dalamanna. Ásetningur
og heyskapur í Kollafirði 1889—90. Til fróðleiks. Snjallræði.
Spurningar og svör. Smásaga. Fólkstal á íslandi. Lögbókarvísur.
Gústaf 3. konungur Svía og Bellmann skáld Svía.
Þetta er ofurlítið sýnishorn af efni blaðsins. Blaðið var tví-
dálka handskrifað og var lessvæði þess Tungusveit en fór oft upp
í Kollafjörð, það kom út einu sinni í viku og stundum oftar, stærð
blaðsins var fjórar síður.
Blaðið kom aðeins út að vetrinum því ekki mun hafa verið
tími til blaðaútgáfu að sumrinu. Efni blaðsins var fjölbreytt
bæði innlent og útlent, meðal innlenda efnisins voru daglegar
veðurathuganir.
Fyrsti árgangur hófst með fréttabréfi úr sveitinni þar sem
raktir eru allir helstu atburðir ársins á undan eða ársins 1890, þar
er lýst veðráttufari, grassprettu og heyverkun, þar er frá því sagt
að svo miklir óþurrkar voru sumarið 1890 að mikið af útheyi
náðist ekki þurrt og segir þar að frá 50 til 120 heyhestar voru úti
á flestum bæjum í Miðdal um áramót.
Fjárheimtur voru slæmar svo að eitt hundrað kindur vantaði
af fjalli.
Fé skarst vel nema veturgamalt. Þá er skýrsla um meðaltals-
vigt á veturgömlum gimbrum, hrútum, graslömbum og dilkum,
þá er sagt hvenær fé var tekið á hús og einnig hross. Ein kona
Evlalia Ásgrímsdóttir hafði dáið á árinu.
Þriðja tölublað fyrsta árgangs kom út 10. jan. 1891. Þar á
meðal annars grein sem heitir „Tíðarfar og fréttir“. Þar segir svo:
Veðurfar síðan á jólum hefur verið gott, oftast við vestanátt
með blotum og frosti á milli, mestur hiti 5 stig og mest frost 6 stig
og eru komnir 17 blotar síðan með vetri og er svo að kalla alautt,
52