Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 98
Refúlfurinn
Á bæ einum, stutt þaðan sem Betúel átti heima fór að bera á
því að vetri til að dýrbítur lagðist á féð þegar haft var á beit
nokkuð frá bænum fram í dal sem þarskerst inn í fjöllin. Nú er
það óvenjulegt að vart verði dýrbítar á þessum tíma, helst er það
á vorin eða sumrin og þá oftast í sambandi við greni sem hugs-
anlega er einhversstaðar í næstu fjöllum. Þess vegna kom
mönnum þetta alveg á óvart svona um hávetur og þótti ill
tíðindi. Annað var sérkennilegt við þetta. Dýrið sem þarna var
að verki virtist ekki sækja eftir nema blóðinu úr kindinni. Kind-
urnar voru allar bitnar á snoppunni, hún gjörsamlega moluð og
síðan bitnar á hálsinn, en aldrei snert við kjöti.
Eftir að þetta var búið að koma fyrir í þrjú skipti að ær fundust
dauðar á þennan hátt var féð aldrei haft mannlaust ef nokkur
tök voru á. En kæmi það fyrir að enginn var með fénu brást það
ekki að ein eða tvær kindur lágu dauðar í dalnum. Þar sem um
svona ill tíðindi var að ræða var skotið á ráðstefnu nokkurra
bænda og var Betúel einn af þeim og einnig bróðir hans, báðir
þaulvanir að fást við tófur. Þeim þótti liggja ljóst fyrir að rebbi sá
sem þetta gerði héldi sig í fjallinu meðfram dalnum og hefði góða
yfirsýn um dalinn, en mörg gil og skorningar skárust í hlíðina en
efst var víðast klettabelti all mikið sem gott gat verið að leynast í.
En eins og fyrri daginn, varð maðurinn að reyna að vera
slungnari en rebbi ef hann ætti að vinnast, en til þess þurfti að
vita hvernig hann hagaði sér og hvar hann helst héldi sig í
fjöllunum.
Einn góðviðrisdag stutt eftir þessa ráðstefnu er féð að vanda
rekið fram á dalinn. Nokkur snjór var á jörð en ekki mikill, en
góð krapsjörð fyrir féð. Eftir að rekstrarmaður hafði komið fénu á
góða jörð sem þar var vant að vera fer hann aftur til bæjar, sem
ráð var fyrir gert.
Um morguninn þó nokkuð áður en féð var rekið á stað í haga
fór Betúel upp í fjallið þó nokkuð mikið utar en farið var, en
samt ekki svo langt frá að hann gæti ekki fylgst með öllu í góðum
kíki sem hann hafði með sér, ásamt tvíhleyptri haglabyssu. Sér
96