Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 135
minna beggja. Það er Kristján Halldórsson bróðir Björns á
Smáhömrum og þeirra mörgu systkina. Móðir þeirra átti
fimmtán börn þó ekki kæmust upp nema ellefu til fullorðinsára,
en þau urðu líka eiginlega öll gamlar manneskjur.
Þegar Vigdís Björnsdóttir móðir Kristjáns missti mann sinn
en þau bjuggu vestur á Skarðströnd — þá flutti hún til sonar síns
Björns á Smáhömrum, en börn hennar réðust hér fyrir norðan,
sum að minnsta kosti. Yngstu börnin voru að verða uppkomin
og fóru í vistir, svo þetta var nú allt gott. Ég heyrði pabba oft
minnast á Kristján og hvað hann hefði verið duglegur. Þeir
fylgdust ótal sinnum oft vestur og að vestan. Hann var þrek-
menni að burðum og bar þá stundum þunga byrði eins og þeir
fleiri í þá daga. Hann var stundum formaður við Djúp og var
pabbi háseti hjá honum um hríð. Þeir voru góðir kunningjar og
líkaði báðum vel við hinn, enda báðir úrvalsmenn að vilja og
dugnaði. Kristján var mest í vinnumennsku á Gestsstöðum hjá
Daða Bjarnasyni og á Heydalsá hjá Ásgeiri Sigurðssyni, föður
Sigurgeirs kennara á Heydalsárskólanum og þeirra systkina.
Kristján fékk fyrir konu Sigurbjörgu dóttur Ásgeirs á Hey-
dalsá. Rétt áður en þau giftust tók Kristján nýfætt barn í fóstur
af móðurbróður sínum, sem var fátækur barnamaður. Hann var
tvígiftur og var þá farinn að verða slitinn að kröftum og líklega
nálægt sextugu. Það var Björn bróðir Vigdísar. Hann bjó áður
lengi norður í Víkursveit í Bæ og sömuleiðis í Goðdal í Bjarnar-
firði. Hann dó hjá syni sínum Birni í Garpsdal. Ég heyrði sagt að
þegar þetta var þá hafi Björn verið í Hlíð í Kollafirði, sennilega í
húsmennsku þar, því ekki er hans getið þar sem búanda í bókinni
eftir séra Jón Guðnason. En þetta getur staðist því um þetta leyti
hefur Björn verið hættur að búa fyrir norðan. Þegar Kristján
heyrði að frændi hans gamall og slitinn væri búinn að fá þarna
einn ómagann enn, barnið litla, átti hann að hafa sagt að hann
vildi að hann væri sá maður að taka þetta barn af frænda sínum.
Þetta sýnir hvað Kristján var heiðarlegur í sér. Það réðst þá svo
að Sigurbjörg, sem varð svo kona Kristjáns, bauðst til að vera
með það á nóttunni svo það varð þá úr að Kristján tók bamið af
frænda sínum. Þegar Kristján fór að sækja barnið, fékk hann
133