Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 135

Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 135
minna beggja. Það er Kristján Halldórsson bróðir Björns á Smáhömrum og þeirra mörgu systkina. Móðir þeirra átti fimmtán börn þó ekki kæmust upp nema ellefu til fullorðinsára, en þau urðu líka eiginlega öll gamlar manneskjur. Þegar Vigdís Björnsdóttir móðir Kristjáns missti mann sinn en þau bjuggu vestur á Skarðströnd — þá flutti hún til sonar síns Björns á Smáhömrum, en börn hennar réðust hér fyrir norðan, sum að minnsta kosti. Yngstu börnin voru að verða uppkomin og fóru í vistir, svo þetta var nú allt gott. Ég heyrði pabba oft minnast á Kristján og hvað hann hefði verið duglegur. Þeir fylgdust ótal sinnum oft vestur og að vestan. Hann var þrek- menni að burðum og bar þá stundum þunga byrði eins og þeir fleiri í þá daga. Hann var stundum formaður við Djúp og var pabbi háseti hjá honum um hríð. Þeir voru góðir kunningjar og líkaði báðum vel við hinn, enda báðir úrvalsmenn að vilja og dugnaði. Kristján var mest í vinnumennsku á Gestsstöðum hjá Daða Bjarnasyni og á Heydalsá hjá Ásgeiri Sigurðssyni, föður Sigurgeirs kennara á Heydalsárskólanum og þeirra systkina. Kristján fékk fyrir konu Sigurbjörgu dóttur Ásgeirs á Hey- dalsá. Rétt áður en þau giftust tók Kristján nýfætt barn í fóstur af móðurbróður sínum, sem var fátækur barnamaður. Hann var tvígiftur og var þá farinn að verða slitinn að kröftum og líklega nálægt sextugu. Það var Björn bróðir Vigdísar. Hann bjó áður lengi norður í Víkursveit í Bæ og sömuleiðis í Goðdal í Bjarnar- firði. Hann dó hjá syni sínum Birni í Garpsdal. Ég heyrði sagt að þegar þetta var þá hafi Björn verið í Hlíð í Kollafirði, sennilega í húsmennsku þar, því ekki er hans getið þar sem búanda í bókinni eftir séra Jón Guðnason. En þetta getur staðist því um þetta leyti hefur Björn verið hættur að búa fyrir norðan. Þegar Kristján heyrði að frændi hans gamall og slitinn væri búinn að fá þarna einn ómagann enn, barnið litla, átti hann að hafa sagt að hann vildi að hann væri sá maður að taka þetta barn af frænda sínum. Þetta sýnir hvað Kristján var heiðarlegur í sér. Það réðst þá svo að Sigurbjörg, sem varð svo kona Kristjáns, bauðst til að vera með það á nóttunni svo það varð þá úr að Kristján tók bamið af frænda sínum. Þegar Kristján fór að sækja barnið, fékk hann 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.