Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 83
yfirsmiður kirkjunnar á sinni tíð hefði verið Sigurður snikkari
Sigurðsson frá Felli í Kollafirði, faðir Stefáns skálds frá Hvítadal
og systkina hans. Sigurður hafði lært iðn sína í Flatey á Breiða-
firði, var mjög kunnur húsasmiður á sínum tíma og mælt að alls
hefði hann byggt 14 kirkjur, þar af 7 í Strandaprófastsdæmi.
Aðild Sigurðar snikkara sem yfirsmiðs Staðarkirkju gat vel
komið til greina aldurs hans vegna, þó að vitanlega hlyti hann þá
að hafa verið tiltölulega ungur maður (f. 1828), og ef til vill
aðeins um það bil að ljúka iðnnámi sínu. En af fyrrgreindum
reikningum yfir byggingarkostnað Staðarkirkju og lista yfir þá
menn sem að smiðinni unnu virðist augljóst, að það hefur verið
Jóhann Vilhjálmur Grundtvig snikkari frá ísafirði, sem var
yfirsmiðurinn. Hann var þá vel miðaldra maður, rétt innan við
fimmtugt, af dönsku bergi brotinn í föðurætt. Kona hans var
Steinunn Árnadóttir frá Æðey á ísafjarðardjúpi, alsystir Rósin-
kars Ámasonar stórbónda og héraðshöfðingja í Æðey. Grundt-
vig snikkari og Steinunn kona hans voru barnlaus, fær því eng-
inn hinna fjölmörgu afkomenda Árna Jónssonar konungs-
jarða-umboðsmanns í Æðey rakið ætt sína til þeirra.
Þótt Grundtvig snikkari og kona hans hafi verið búsett á
Isafirði um það leyti sem Staðarkirkja var í smíðum er það vitað,
að nokkur seinustu æviárin áttu þau heima í Æðey hjá bróður-
syni Steinunnar Guðmundi Rósinkarssyni, og andast þar roskin
að aldri eigi allskömmu eftir 1880. Um Einar frá Sandnesi á
Selströnd er það að segja, að hann mun ekki hafa verið iðnlærður
en mjög hagur maður að upplagi eins og faðir hans Einar
Gíslason bóndi á Sandnesi, er var bráðvel gefinn maður og
héraðskunnur þjóðhagasmiður á hvað sem var. Frá þeim Jakobi
og Magnúsi, sem nefndir eru hér að framan og unnið hafa að
smíði Staðarkirkju ásamt Grundtvig og Einari frá Sandnesi kann
ég ekkert að segja. Um og eftir síðastliðin aldamót minntist eldra
fólk Staðarsóknar fleiri manna en hér hafa nefndir verið, sem að
minnsta kosti um stundar sakir unnu að kirkjusmíðinni sumarið
1855. Þar á meðal hef ég heyrt nefndan Snæbjörn ísaksson
bónda í Vatnshorni í Þiðriksvalladal, f. 1820, d. 1891.
81