Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 153
Það var á 17. eða 18. öld nokkru eftir nýárið að 18 menn fóru
héðan norðanað og ætluðu til sjóróðra vestur undir , Jökul“, sem
þá var mjög almennt. Þeir fóru Heiðarbæjarheiði, sem venja var
til. Um færi eða veðurútlit er ekki getið, þó líklegt sé að veður-
útlit hafi ekki verið sem best. En þetta voru röskleikamenn og
hafa sennilega ekki látið sér allt fyrir brjósti brenna, eins og sagt
er.
Þegar komið var lítið fram á daginn, þá skellir á norðan
ofsabyl, með mikilli fannkomu og grimmdarfrosti, og má þá
nærri geta hversu vistlegt hefur verið fyrir ferðamennina á svona
háum fjallvegi, þar sem þeir hafa sennilega haft mikið meðferðis
eins og oftast var, þegar farið var til sjóróðra, enda fara engar
sagnir af þeim meir nema af einum. Hann á að hafa komist til
bæjar að Gróustöðum, og þá ekki með fullu ráði. Það er sagt að
tveir kvenmenn hafi verið með ljós frammi í bæjardyrum um
kvöldið á vökunni og þá hafi maður komið æðandi inn og
stúlkurnar hafi spurt hann hver hann væri, og þá hafi maðurinn
svarað: „Maður var ég“ og æðir með það sama aftur út í bylinn
og fréttist ekkert af honum meir.
Er talið vist að hann hafi farið fram af ís, sem var þar á
firðinum, en þó óliklegt sé þá er sagt að engir karlmenn hafi verið
heima, svo ekki hafi verið hægt að veita honum eftirför, enda
sennilega lítinn árangur borið í slíku foraðsveðri.
Hvað lengi þetta voðaveður hefur staðið yfir, eða hvort farið
hefur verið að leita að mönnunum eftir hríðina, er ekki gott að
vita. Það er álitið að þeir muni hafa ætlað að snúa aftur á móti
veðrinu, nema þessi eini, en þó getur verið að fleiri hafi fylgst
með honum og orðið fráskila og villst eitthvað þangað, sem þeir
aldrei hafa fundist og jafnvel farið sömu leiðina og þessi eini, —
fram af isnum í Gilsfirði.
Sagt er að fundist hafi lík af 11 mönnum hér fyrir norðan á
þeim stöðum, sem nú skal greina:
Böðvar fannst hjá lækjum, sem eru nokkuð upp frá Tungudal
heimst á Tunguheiði og voru nefndir Böðvarslækir. Ingólfur
fannst í Ingólfslá rétt fyrir framan Tröllatungu, og Hákon hjá
Hákonarlæk, sem er rétt fyrir norð-vestan Tungu, og rennur yfir
151