Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 94
Þvílík ósköp, parið rýkur upp í ofboði og þau hlaupa að
bilnum. Eitthvað lá eftir í grasinu, en Betúel sá ekki hvað það
var, en ljósleitt var það. Betúel sá hvar þau stoppuðu aftur
dálítið lengra í burtu, fundu sér aðra laut og héldu áfram sem
fyrr var frá horfið. f eðli sínu var Betúel hjartagóður og vildi ekki
trufla þetta frekar, en svolítið var hann hissa hversu langan tíma
þetta tók.
Betúel var frekar lágur á vöxt, en vel á sig kominn, kvikur í
hreyfingum, heilsugóður fram að sjötugu að ég þekkti, vann þá
hálfan daginn.
Mér virtist hann vera ákaflega glaðsinna, glettinn í svörum og
sagði vel frá. Við hann var gott að lynda. — Hann var alltaf í svo
góðu jafnvægi hugans svo allir áttu þar góðan aðgang. Hafi svo
verið með aðra úr þessari vík er ástæða til að ætla að þar hafi
búið gott fólk.
Þegar Betúel skaut „Hitler“
Eins og fyrr er sagt átti Betúel heima í Aðalvík á Ströndum,
þar til hann flutti til Reykjavíkur. Á seinni heimsstyrjaldarár-
unum var sett niður all fjölmennt setulið, ekki allfjarri Aðalvík.
Var megnið af því uppá allháu fjaili, þar sem sást vítt yfir til
skipaferða, segja mátti að þarna væri nokkurskonar ratarstöð,
vegna hugsanlegra kafbáta- og herskipaferða fyrir Horn.
Þama á þessum útskaga, var það eins og hvalreki að fá setu-
liðið, vegna vinnu sem við það skapaðist. Þeir menn sem þarna
bjuggu höfðu ekki haft af öðru að segja en búskap og sem var að
visSu nokkuð erfiður, og fiskurinn við ströndina, þegar á sjó gaf.
Þar fyrir utan eggjataka að vorinu, selveiði og fugl.
En svo allt í einu fór stríðið að mala þeim gull, og hver var svo
skyni skroppinn að taka ekki á móti því, enda notfærðu allir
vinnufærir menn sér þessa vinnu. Betúel vann þar um lengri
tíma, og var orðin þeim all kunnugur.
Eitt af því sem Betúel lærði á unga aldri, var að fara með
byssu, og var þegar hér var komið alþekkt skytta, var það sama
hvort um seli var að ræða, fugla eða tófur, færi hann af bæ var
92