Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 89

Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 89
ræðurá vorum dögurn. Jón prestur Brandsson var í tengdum við Sturlunga og Hvassafellsmenn í Eyjafirði, tvær miklar höfð- ingjaættir 12. og 13. aldar. Kona hans Steinunn Sturludóttir, Þórðarsonar í Hvammi í Dölum og fyrri konunnar Ingibjargar Þorgeirsdóttur, Hallasonar höfðingja á Hvassafelli, en bróður- sonur Ingibjargar var Guðmundur biskup Arason hinn góði. Var hann oft langdvölum á Stað, þar sem hann átti jafnan frænd- fólki og vinum að mæta. Hefur kannski meðal annars í notum þess vígt einn sinna nafnkunnu brunna nyrst í Staðartúni, en í aldanna rás hefur svo sköpum skipt, að nú líkist brunnur hins blessaða biskups meir forarpytti en þeirri lind, sem af bergi streymir. Synir þeirra Staðarhjóna voru fjórir, elstur var Bergþór sem prestur var á Stað eftir föður sinn, dáinn 1232. Kona Berg- þórs var Helga Ásgrímsdóttir, vegna hennar lenti Bergþór og bræður hans í æðimiklum og langvarandi útistöðum og ófriði við Vatnsfirðinga. Börn Bergþórs prests og Helgu voru tvö, Ásgrímur og Ingi- björg. Ásgrímur Bergþórsson bjó á Kaldrananesi í Bjarnarfirði, og þótti um sína daga bænda helstur á Ströndum. Kemur hann allmikið við sögu frænda sinna Sturlunga, bæði Sturlu Sig- hvatssonar og Þórðar kakala bróður hans. Af orðum Þórðar verður ljóst, að Ásgrímur hefur átt Sturlu frænda sínum mest að þakka, bæði eignir og mannvirðingar. Þegar Þórður er að hefja baráttu sina gegn Kolbeini unga segir sagan, „Fundust þeir frændur og krafði Þórður hann (Ásgrím) ferðar með sér, kvað honum síst munu sóma annað en vera í ferð með sér, fyrst fyrir frændsemi, en það annað hversu mjög Sturla bróðir minn hóf þig, sá hinn þriðji hlutur hversu þú varst við allar hrakningar á Örlygsstöðum og sást lát frænda þinna og þeirra manna, sem þér myndi aldrei úr hug ganga.“ Ásgrímur tók þó engum brýningum og fór hvergi, enda hafði hann svarið Kolbeini unga trúnaðar- eiða, sem er eins líklegt að hann hefði verið fús að rjúfa ef hann hefði álitið lið Þórðar nógu fjölmennt og öflugt. Þrátt fyrir kvrrsetu Ásgríms og liðsemdarleysi við frænda sinn, mun hann þó hafa haldið uppi njósnum fyrir Þórð um Kolbein unga og athafnir hans, eftir því sem við varð komið. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.