Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 99
nú Betúel vel þaðan sem hann situr undir klettunum til sauða-
manns þar sem hann rekur féð og kemur því á jörð, snýr síðan
heim aftur. Líður nú og bíður og Betúel hefur auga á hverjum
fingri, en þó nokkuð löngu eftir að fjármaðurinn er kominn heim
sér hann hvar tófa fer niður með gili sem var þó nokkuð innar í
dalnum en Betúel var en samt sást vel til hennar í kíkinum. Það
sá Betúel strax að þetta virtist vera óvenjulega stórt dýr og
mundi hann ekki eftir að hafa séð það stærra. Enginn asi var á
rebba niður með gilinu og allt til þess að hann kom að fjár-
hópnum, frekast virtist eins og hann hagaði sér líkt og hundur,
fór rólega að ystu kindunum hoppaði sitt á hvað eins og hvolpur
valdi sér svo eina kindina eins og hann vildi leika sér við hana.
Kindin stóð frammi fyrir rebba en hann eins og dansaði allt í
kring um hana, með þessu móti gat hann fjarlægt hana frá fénu
og ginnt hana lengra og lengra. Og svo allt í einu stökk hann á
kindina og skellti skoltinum um nasirnar og mölbraut snoppuna,
þar næst á hálsinn og kindin lá.
Góðan tíma gaf rebbi sér til að sjúga blóðið úr kindinni en að
því loknu fór hann þá sömu leið og hann kom, upp með sama
gilinu alla leið upp að klettum og var ekki ólíkt sem hann ætti
þar bæli. Betúel lét sem minnst fara fyrir sér þar sem hann var,
alls engin styggð mátti koma á rebba eða að hann yrði þess vísari
að leitað væri færis á honum aðeins kynnast því hvernig hann
hagaði sér og hvar helst hann héldi sig. Betúel fór því í þveröfuga
átt út með klettunum og síðan niður hlíðina langt frá þessum
stað að útilokað var að rebbi veitti honum athygli.
Ómögulegt var að eiga við þetta nema veður og skyggni væri
gott, þess vegna liðu nokkrir dagar þar til var gerð önnur tilraun,
þá var Betúel með bróður sinn með sér þaulvanan mann og góða
refaskyttu. Betúel var á sama stað og áður en bróðir hans fór all
mikið framar en gilið var sem rebbi kom niður með, en alllangt
var á milli bræðranna. Er nú skemmst að segja að allt gerðist eins
og áður með refinn, hann valdi sér eina kind, lék við hana
stundarkorn, en það sáu bræðurnir með kíkjum sínum og oft gat
kindin stangað rebba á haus eða hálsinn, meðan á þessari
viðureign stóð en allt fór á sömu leið, kindin lá dauð og rebbi
97