Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 28
Faðir minn, Guðjón hreppstjóri Guðmundsson, átti lítinn
dekkbát sem hét „Ebbi“. Þessum báti var haldið úti til hákarla-
veiða á vetrum, en á sumrum var hann notaður við ýmsa flutn-
inga og þá mest til að flytja rekavið og girðingarstaura fyrir
bændur á rekajörðum. Þetta var flutt að Eyri við Ingólfsfjörð í
veg fyrir strandferðaskipin, sem svo fluttu girðingarstaurana til
ýmissa hafna víðsvegar um landið.
I október þetta ár, 1937, var Ingólfur bróðir minn með „Ebba“
í flutningum á girðingarstaurum frá Ofeigsfirði inn að Eyri. I
þessari ferð voru með honum á bátnum þeir Kristinn Jónsson,
Seljanesi, Ingólfur Pétursson og Böðvar Guðmundsson, Ófeigs-
firði. Veðri var þannig háttað þennan örlagaríka dag, sem hér er
sagt frá, að suðvestan stinningskaldi lá út fjörðinn. Eg var heima
og var að byrja á að þvo eldhúsgólfið þegar einhver ólýsanleg óró
greip mig, og gat ég ekki hugsað um annað en „Ebba“, en áður
hafði Elín Guðmundsdóttir í Ófeigsfirði hringt til mín og sagt að
þeir á „Ebba“ væru farnir af stað inneftir.
Guðrún föðuramma mín tók eftir því að ég var óróleg og
spurði mig hvað amaði að. Eg svaraði engu, en hljóp út til að
gæta að „Ebba“, því nú var ég orðin viss um að eitthvað illt
kæmi fyrir hann. Þá sá ég hann koma inn fyrir Valleyrina og
hafði gætur á honum milli þess sem ég þvoði færu og færu af
gólfinu. Eitt sinn er ég kom út að gæta að honum, sé ég allt í einu
að honum hvolfir. Þá skeði það sem ég hef ekki skilið enn í dag.
Ég fyllist einhverjum ólýsanlegum krafti og hugrekki. Ég kallaði
inn til ömmu, en við vorum tvær heima: „Amma, Ebba hvolfdi,
ég á að bjarga mönnunum!“
Svo hljóp ég niður að báti, tveggja manna fari, sem var á
hvolftrjám uppi i nausti, og renndi honum niður í flæðarmál og
á flot. Ég hef aldrei skilið hvernig ég ein gat hvolft bátnum upp,
og sett hann á flot, því það var fullkomið tveggja manna verk, en
mér fannst sem margir væru mér til aðstoðar. Þegar báturinn var
kominn á flot, komu tveir menn frá verksmiðjunni, þeir Sigur-
geir Jónsson frá Munaðarnesi og Skúli frá Auðkúlu í Borgarfirði.
Það fyrsta sem þeir sögðu var: „Þetta datt okkur í hug að þú
myndir fara af stað. Þú verður að skilja það Anna, að þeir eru
26