Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 36
halda heimili. Það mun vera fólkið sem á erfiðasta elli. Reykja-
víkurborg býr vel að öldnu fólki, því er útveguð húshjálp og
jafnvel færður matur heim til þeirra sem leita hjálpar. Þó mun
margur vera sem hjálp þyrfti en leitar ekki eftir henni. Allt horfir
þetta til bóta með fjölgandi elliheimilum og engin leið sýnist
öldnum betri en sú hjálp sem þar er í té látin.
Nú er rætt um vandamál, í sambandi við unga og aldna, það
skapast vandamál á öllum tímum síðan ég man eftir mér og þau
hafa í flestum tilfellum verið leyst. Æskan er framgjörn og vill
kanna sem flest, hver einstaklingur hefur áhrif á sína samtíð, ekki
síst nú þar sem fólk er í hópum, bæði í skólum og á vinnustöðum.
Þá geta kennarar og þeir sem vinnu stjórna haft sitt að segja. En
mest mun þó þar um ráða heimilin, þau leggja grunninn í
uppeldi barnsins.
En vonum að það góða sigri og vandamálum fækki með vax-
andi menntun og þekkingu á sem flestum sviðum. Það hefur
margt breytst um mína daga og þar finnst mér mest hafa unnist
við jafnrétti kynjanna, og aukið frelsi kvenna. Það er ómælt sem
konur hafa hrundið í framkvæmd, bæði sem einstaklingar og á
sviði félagsmála. Við sváfum einum of lengi á verðinum.
Efnahagsmál þjóðarinnar eru bágborin eins og stendur, og
það hafa þau verið oft áður, þjóðin lifir um efni fram og við erum
of háð afskiptum annarra þjóða og leitum í æ ríkari mæli að feta
í þeirra fótspor. Við erum með minnstu þjóðum í heimi, og lifum
við kulda og ofríki frá náttúrunnar hendi, en allt þarf samt að
byggja upp þannig að við séum sem mest sjálfstæð þjóð. Þetta
ætti að takast með framsýni og dugnaði, góðri stjórn og samein-
uðum skilningi allrar þjóðarinnar. En þarf ekki að yfirfara
styrkjakerfið og þá jafnframt ýmsar álögur? Allt er þetta orðin
ein flækja, lítt skiljanleg, en eitt er nauðsynlegt innan veggja
þingsala, að ekki sé hver höndin upp á móti annarri. Þingmenn
ættu að setja þjóðarheill ofar flokkadráttum.
Mig langar að fara örfáum orðum um það afl, sem er sterkasta
afl sem mannssálin mun búa yfir, það er ástin. Hún er mesti
örlagavaldur flestra manna. En hvað er raunveruleg ást? Ást
milli karls og konu byggist fyrst og fremst á þörf, við vitum að
34