Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 36

Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 36
halda heimili. Það mun vera fólkið sem á erfiðasta elli. Reykja- víkurborg býr vel að öldnu fólki, því er útveguð húshjálp og jafnvel færður matur heim til þeirra sem leita hjálpar. Þó mun margur vera sem hjálp þyrfti en leitar ekki eftir henni. Allt horfir þetta til bóta með fjölgandi elliheimilum og engin leið sýnist öldnum betri en sú hjálp sem þar er í té látin. Nú er rætt um vandamál, í sambandi við unga og aldna, það skapast vandamál á öllum tímum síðan ég man eftir mér og þau hafa í flestum tilfellum verið leyst. Æskan er framgjörn og vill kanna sem flest, hver einstaklingur hefur áhrif á sína samtíð, ekki síst nú þar sem fólk er í hópum, bæði í skólum og á vinnustöðum. Þá geta kennarar og þeir sem vinnu stjórna haft sitt að segja. En mest mun þó þar um ráða heimilin, þau leggja grunninn í uppeldi barnsins. En vonum að það góða sigri og vandamálum fækki með vax- andi menntun og þekkingu á sem flestum sviðum. Það hefur margt breytst um mína daga og þar finnst mér mest hafa unnist við jafnrétti kynjanna, og aukið frelsi kvenna. Það er ómælt sem konur hafa hrundið í framkvæmd, bæði sem einstaklingar og á sviði félagsmála. Við sváfum einum of lengi á verðinum. Efnahagsmál þjóðarinnar eru bágborin eins og stendur, og það hafa þau verið oft áður, þjóðin lifir um efni fram og við erum of háð afskiptum annarra þjóða og leitum í æ ríkari mæli að feta í þeirra fótspor. Við erum með minnstu þjóðum í heimi, og lifum við kulda og ofríki frá náttúrunnar hendi, en allt þarf samt að byggja upp þannig að við séum sem mest sjálfstæð þjóð. Þetta ætti að takast með framsýni og dugnaði, góðri stjórn og samein- uðum skilningi allrar þjóðarinnar. En þarf ekki að yfirfara styrkjakerfið og þá jafnframt ýmsar álögur? Allt er þetta orðin ein flækja, lítt skiljanleg, en eitt er nauðsynlegt innan veggja þingsala, að ekki sé hver höndin upp á móti annarri. Þingmenn ættu að setja þjóðarheill ofar flokkadráttum. Mig langar að fara örfáum orðum um það afl, sem er sterkasta afl sem mannssálin mun búa yfir, það er ástin. Hún er mesti örlagavaldur flestra manna. En hvað er raunveruleg ást? Ást milli karls og konu byggist fyrst og fremst á þörf, við vitum að 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.