Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 155
Rúnasteinninn
Það var um vorið 1915 er Jón í Tröllatungu var að gera við
húsvegg í fjárhúsi, að hann vantaði grjót til að klára vegginn. Því
í þá daga var notað innlent byggingarefni, eins og allir vita. Það
var sótt grjót í kerru heim í kirkjugarð, því þar var grjóthrúga,
sem hafði verið undirstöður kirkjunnar, frá því hún var rifin, þá
fyrir nokkrum árum.
Þá var það að einn steinninn vakti athygli, hann var svona á
að giska rúmt fet á lengd, ferkantaður, og um fimm þumlungar á
breidd hver kantur. Á einn flötinn á honum voru höggnir fimm
ókennilegir stafir, en þó voru tveir stafirnir venjulegt prentletur.
Það voru Y. og mig minnir Þ. heldur en R., en þrátt fyrir þetta
var þessi steinn tekinn og notaður eins og hinir, þó það hefði alls
ekki átt að gera það, heldur leita sér upplýsinga um hvað þessar
rúnir áttu að merkja. Þess var getið til, að þetta hafi verið gamall
legsteinn frá löngu liðnum tíma.
Nú verður aldrei hægt að finna þennan stein, því nú er búið að
jafna yfir þessar tóftir.
Stóra höfuðkúpan
Það var 1920 eða 1921 sem grafin var gryfja á Kirkjubóli í
Tungusveit, sem átti að hafa fyrir súrheysgryfju. Þegar búið var
að grafa gryfjuna var hún breikkuð eitthvað lítið svo hún yrði
meiri um sig en í fyrstu var ákveðið. En þetta varð til þess að
þarna komu úr moldinni þrjár mannshöfuðkúpur. Það hafði
með öðrum orðum verið grafið of nálægt gömlum grafreit, sem
var þarna frá því að kirkja var á Kirkjubóli.
Það sem sérstaklega vakti athygli manna var það að ein
höfuðkúpan var mikið stærri en hinar. Allar voru kúpurnar með
óskemmdum tönnum, þó var eins og einn jaxl í annarri minni
153