Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 138
Þegar þetta var þá var gamli maðurinn löngu nokkuð búinn að
missa konuna. Hann sagði að Jósteinn bróðir sinn hefði flutt í
annað fylki, en hann var búinn að vera lengi í því, þar var ekki
herskylda. Hann gerði það til þess að synir hans þyrftu ekki að
fara í stríðið. En svo nokkru seinna varð þar herskylda líka svo
þeir urðu að fara í stríðið. Ég veit ekki hvað synir Jósteins voru
margir eða hvort þeir komu allir aftur. Ef Kristján hefði flutt til
Islands um eða eftir 1914 hefði hann getað hitt móður sína
lifandi, því hún dó ekki fyrr en 1919, ég man ekki hvaða mán-
aðardag, ég gæti trúað að það hafi verið í febrúar eða eitthvað
nálægt því. Hún hefur þá verið 90 ára gömul því mamma mín
sagði mér að þær hefðu verið jafngamlar mamma hennar og
Vigdís, og hún var fædd 1829.
Ég hafði mjög gaman að heyra þau tala saman, mömmu og
Kristján, hann hafði frá mörgu að segja og gat sagt henni svo
margt frá fólki sem hún var kunnug hér úr sveitinni en hafði flutt
til Ameríku og verið nálægt þar sem gamli maðurinn var. Svo
minntust þau á margt hér úr sveitinni þegar þau voru ungar
manneskjur. Sömuleiðis minntist hann á veru sína við Djúp og
vesturferðir og sagði frá róðrum þar, og svo margt sem mér þótti
gaman að heyra en er því miður búinn að gleyma að svo miklu
leyti að það væri allt svo ógreinilegt ef ég ætlaði að segja frá því.
En eina sögu man ég þó vel, af því að mér fannst hún svona
hálfbrosleg og Kristján sagði eitthvað svo skemmtilega frá.
Það var eitt vor að þeir voru að koma úr verinu vestan frá
Djúpi. Þeir báru alir eitthvað, en þó frekar lítið. Björn á Smá-
hömrum bróðir Krisjáns var með í þeim hóp, hann var þá held
ég ekki farinn að búa á Smáhömrum. Ég kann formannsvísu um
hann þegar hann var í Bolungavík, hún er svona:
Hlynur skjalda hreysti ann
hrönn þó baldin tóni.
Bjöm um kaldan ránar rann
rennir falda Ijóni.
I bókinni Gullkistan eftir Amgrím Fr. Bjarnason, er síðasta
136