Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
D
onald Trump er kominn aftur á kreik og sagði í sjónvarps-
viðtali: „Talíbanar hafa verið að berjast í þúsund ár.“ Þótt
ættbálkastríð hafi geisað ævalengi í Afganistan er sannleik-
urinn sá að hreyfing talíbana varð ekki til fyrr en árið 1994.
Orðið talíban er fleirtölumynd og merkir ‘nemendur’ en hreyfingin
spratt upp í íslömskum trúarskólum í Pastún-héraðinu í suðaustur-
hluta Afganistans. Talíbanar eru flestir pastúnar og tala pastú
(pashto), annað tveggja opinberra tungumála í Afganistan en um 40-60
milljónir tala það. Hitt málið er darí sem 20 milljónir eiga að móður-
máli en 80% íbúa Afganistans skilja darí þar sem það er notað í stjórn-
sýslu (þótt það kunni að breytast með valdatöku talíbana). Ótal mál
önnur eru töluð í Afganist-
an.
Pastú og darí eru írönsk
mál, af meiði indóevrópsku
málaættarinnar og þar með
skyld íslensku, öfugt við t.d.
arabísku sem víða er töluð í
heimi múslima. Darí er af-
brigði af persnesku eða farsí sem er opinbert tungumál Írans.
Náskyld pastú er ossetíska í Kákasus en einn helsti sérfræðingur
heims um það tungumál var Íslendingur. Hann hét Friðrik Þórðarson
(1928-2005) og var prófessor í málvísindum í Ósló. Hérlendis er hann
þekktastur fyrir snjallar þýðingar úr grísku, m.a. Söguna af Dafnis og
Klói.
Írönsk mál eru oft spyrt saman við indversk mál, t.d. hindí og úrdú,
og kölluð indóírönsk mál. Hindí og úrdú eru raunar nánast sama málið
nema hvað hindí er einkum talað á Indlandi og ritað með indversku
letri en úrdú er talað í Pakistan og ritað með arabísku letri. Trúar-
brögð eru hér mikilvægari en málfræði; flestir málhafar hindí eru
hindúar en úrdú tala frekar múslimar. Líkt og síðarnefnda málið eru
pastú og darí rituð með arabísku letri sem breiddist út í þessum
heimshluta í kjölfar íslamstrúar.
Indóírönsk mál eiga sér ævafornar rætur. Vedíska er elsta stig af
sanskrít, hinni helgu forntungu Indverja (e.t.v. 1500 f.Kr.). Elstu
heimildir um írönsk mál eru á avestísku (e.t.v. 1200 f.Kr.) en á því máli
orti spámaðurinn Zaraþústra sálma sína. Aldursákvörðun vedísku og
avestísku er erfið vegna þess að textarnir varðveittust árþúsundum
saman í munnlegri geymd áður en þeir voru skráðir. Hins vegar er
auðveldara að tímasetja fornpersnesku (600 f.Kr.), sem Persakon-
ungar létu rita áletranir á (Kýros, Kambýses o.fl., sem kunnir eru úr
frásögnum grískra sagnritara).
Indóírönsk fornmál eru margslungin að gerð, með mörgum mál-
fræðiformdeildum, en málfræði darí (og farsí) er frekar einföld; m.a.
er þar ekkert kyn og sama orð notað um ‘hann’ og ‘hún’. Ekki er að sjá
að sú staðreynd hafi áhrif á viðhorf klerkastjórnarinnar í Íran til jafn-
réttismála. Málfræði pastú er heldur flóknari; t.d. eru tvö málfræði-
kyn, karlkyn og kvenkyn, eins og í frönsku. Vafasamt er þó að sú að-
greining ráði úrslitum um kvenfjandsamleg viðhorf talíbana í
Afganistan.
Tungumál talíbana
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Talíbanar mættir til leiks. Tungumál þeirra er pastú.
A
f þremur stjórnarandstöðuflokkum sem
kynnt hafa kosningastefnuskrár sínar
undanfarna daga, Pírötum, Samfylkingu
og Miðflokknum, leggur aðeins einn, Pí-
ratar, fram heildstæða stefnu í utanríkismálum.
Píratar vilja nýta sterka rödd Íslands á al-
þjóðasviðinu til að „fara fram með góðu fordæmi“.
Þeir vilja efla og vernda mannréttindi í alþjóða-
samstarfi og vera leiðandi í baráttunni gegn lofts-
lagsbreytingum. Þeir segja EES-samninginn mik-
ilvægan og Íslendingar eigi að „taka sér allt það
rými“ sem þeir geta á vettvangi EES til að tryggja
stöðu og hagsmuni almennings. Hvorki verði hafn-
ar ESB-aðildarviðræður né þeim lokið án þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Þeir vilja að „rödd þjóðarinnar“
fái að heyrast um „áframhaldandi þátttöku Íslands
í NATO og í öðru varnarsamstarfi“. Innan NATO
eigi Íslendingar að tala fyrir friði.
Samfylkingin vill eins og Píratar að Íslendingar
láti að sér kveða í loftslagsmálum. Í kosn-
ingastefnuskrá hennar er ekki
að finna orð um öryggis- og
varnarmál eða aðildina að
NATO. Þar er hins vegar
minnst á aðildina að EBS og
sagt að efna eigi til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um fram-
hald á aðildarviðræðum við
ESB. Samfylkingin vill að Ís-
land gangi alla leið inn í Evr-
ópusambandið.
Miðflokkurinn kynnti kosn-
ingastefnu sína undir fyrirsögninni: 10 ný réttindi
fyrir íslensku þjóðina. Í skjalinu er ekki að finna
eitt orð um öryggis- og varnarmál, ekki er minnst
á EES eða fullveldið, til dæmis í orkumálum, sem
átti hug þingmanna flokksins allan í málþófinu
mikla vorið 2019. Réttindin sem flokkurinn boðar
snúa öll inn á við og minna sum á áform Egils um
að fara á Þingvöll og dreifa silfri yfir þingheim.
Útlendingamálin komast ekki heldur á blað í
nýrri réttindaskrá Miðflokksins en af greinum
frambjóðenda hans má ráða að flokkurinn vilji fara
inn á nýjar brautir þar og þrengja nálaraugað.
Píratar og Samfylking minnast á útlendingamál í
stefnuskrám sínum. Píratar vilja til dæmis leggja
niður Útlendingastofnun og setja nýjan tón í mál-
efni útlendinga. Samfylkingin vill taka betur á móti
fólki af erlendum uppruna, móta nýja stefnu um
fólk á flótta með mannúð að leiðarljósi, og láta af
þrengstu túlkunum á útlendingalögum við meðferð
á umsóknum.
Þegar því er velt fyrir sér hvers vegna áhuga-
leysi stjórnmálamanna á utanríkis- og öryggis-
málum er svona mikið er erfitt að koma með ein-
hlíta skýringu. Umræður um þessi mál eru
almennt ákaflega litlar hér á landi. Fjölmiðlar
flytja ekki reglulega, eins og áður var, frásagnir af
því sem gerist í her- og öryggismálum á Norður-
Atlantshafi og fyrir norðan það. Ekki er lengur
agnúast út í veru bandarískra hermanna í landinu.
Þeir koma og fara, eru fylgdarlið flugvéla af ólík-
um gerðum.
Í upphafi vikunnar komu hingað til dæmis þrjár
flugvélar bandaríska flughersins af gerðinni
Northrop B-2 Spirit til tímabundinnar dvalar á
öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og taka 200
liðsmenn flughersins þátt í verkefninu. Þetta eru
fullkomnustu sprengjuflugvélar heims og torséðar
í ratsjám. Vélarnar komu frá Whiteman-flug-
herstöðinni í Missouri í Bandaríkjunum mánudag-
inn 23. ágúst. Hafa slíkar vélar aldrei fyrr haft hér
viðdvöl til aðgerða en þeim er flogið til æfinga og
þjálfunar yfir Evrópu og Afríku í samvinnu við
flugheri NATO-ríkja.
Daginn eftir að B-2 Spi-
rit-vélarnar lentu hér
kom hingað sveit pólskra
orrustuvéla sem verður
hér við loftrýmisgæslu til
5. október.
Bandaríski flugherinn
hefur látið miklu meira
að sér kveða á norð-
urslóðum á þessu ári en
áður. Hér hafa þó engar
umræður orðið um sögulegar breytingar í þessa
veru.
Í mars 2021 lentu bandarískar B-1B Lancer-
sprengjuþotur til dæmis í fyrsta sinn á flugvelli
fyrir norðan heimskautsbaug þegar þær tóku þátt í
æfingum með norska og sænska flughernum frá
norsku flugherstöðinni í Bodø.
Norsk stjórnvöld hafa samþykkt að bandarískar
sprengjuvélar geti athafnað sig reglulega frá flug-
völlum í Noregi. Þetta er nýmæli sem sýnir að lína
í hernaðarlegum samskiptum Bandaríkjamanna og
NATO við Rússa er dregin mun norðar og austar
en áður þegar framlínan lá um Ísland frá Græn-
landi til Skotlands (GIUK-hliðið).
Ekki er minnst einu orði á norðurslóðir í stefnu-
skrám flokkanna þriggja, ekki einu sinni í köflum
um loftslagsmál. Breytingar í norðri vegna hlýn-
unar verða meiri en orðið er og óhjákvæmilegt að
íslenskir stjórnmálamenn og stjórnvöld taki af-
stöðu til þeirra. Verða þessi grundvallarmál látin
liggja í þagnargildi fram yfir kosningar? Hefur
enginn stjórnmálamaður svo að ekki sé minnst á
stjórnmálaflokk áhuga á þeim?
Kosningastefnuskrár stjórnarandstöðuflokkanna
þriggja sem hér eru nefndir til sögunnar eru ris-
lágar þegar litið er til stöðu Íslendinga í samfélagi
þjóðanna. Þær endurspegla ótrúlegt áhugaleysi um
þessa mikilvægu málaflokka í almennum umræðum
– áhugaleysið eitt er áhyggjuefni.
Rislág stefnumörkun
Mikil óvissa ríkir á alþjóða-
vettvangi um þessar mundir.
Ætla stjórnmálaflokkarnir
að þegja um utanríkis- og ör-
yggismál fyrir kosningar?
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Skömmu eftir að Sigríður Bene-
diktsdóttir tók sæti í Rannsókn-
arnefnd Alþingis á bankahruninu
sagði hún í blaðaviðtali: „Mér finnst
sem þetta sé niðurstaðan af öfga-
kenndri græðgi margra sem hlut eiga
að máli og tómlátu andvaraleysi
þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit
með fjármálakerfinu og sjá áttu um
fjármálalegan stöðugleika í landinu.“
Sigríður átti auðvitað við Fjármála-
eftirlitið, sem átti samkvæmt lögum
að hafa eftirlit með fjármálakerfinu,
og Seðlabankann, sem átti að sjá um
fjármálalegan stöðugleika.
Með þessum fyrirframdómi varð
Sigríður tvímælalaust vanhæf, þótt
hún neitaði að víkja, er eftir því var
leitað. Nokkrar aðrar ástæður voru
til að draga í efa hæfi nefndarmanna.
Þegar Björgólfsfeðgar keyptu
Landsbankann 2003 var föður Sigríð-
ar, sem hafði verið yfirmaður lög-
fræðisviðs bankans, sagt upp. Þetta
varð fjölskyldunni mikið áfall, eins og
heimildir eru til um. Annar nefnd-
armaður, Tryggvi Gunnarsson, átti
son, sem missti við bankahrunið starf
sitt í Landsbankanum, og tengda-
dóttir hans gegndi yfirmannsstöðu í
Fjármálaeftirlitinu.
Deila má um, hvort þessar viðbót-
arstaðreyndir hafi einar sér valdið
vanhæfi. En á daginn kom, að rann-
sóknarnefndin hallaði frekar á
Landsbankann en hina viðskipta-
bankana og á Seðlabankann frekar
en Fjármálaeftirlitið. Til dæmis var í
skýrslu nefndarinnar rangt farið með
nokkrar lánveitingar til Björgólfs-
feðga úr bönkum, og sú staðreynd
var vandlega falin, að lántökur þeirra
í Landsbankanum minnkuðu miklu
hraðar árin fyrir bankahrun en lán-
tökur annarra eigendahópa í sínum
bönkum.
Þrátt fyrir mikla fyrirhöfn fann
nefndin ekkert athugavert við emb-
ættisfærslur seðlabankastjóranna
þriggja nema það, að þeir hefðu ekki
aflað nægra upplýsinga til stuðnings
tveimur ákvörðunum, sem þó voru
taldar eðlilegar, að neita Landsbank-
anum um lausafjárfyrirgreiðslu í
ágúst 2008 og Glitni um neyðarlán í
september sama ár. En Seðlabankinn
hafði ekki aðgang að slíkum upplýs-
ingum, aðeins Fjármálaeftirlitið.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hallað á tvo aðila
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
Vefuppboð nr. 557
Þorvaldur Skúlason
fimmtudaginn 2. september
Karl Kvaran
Forsýning á verkunum hjá
Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is
HAUSTPERLUR 2021
á uppbod.is