Morgunblaðið - 28.08.2021, Qupperneq 38
38 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
2. deild karla
ÍR – Kári ................................................... 4:1
Leiknir F. – Magni ................................... 0:1
Staðan:
Þróttur V. 18 11 5 2 36:17 38
KV 19 10 4 5 35:28 34
Völsungur 18 10 3 5 40:32 33
Magni 19 8 6 5 38:32 30
Njarðvík 18 7 8 3 42:23 29
ÍR 19 7 7 5 35:27 28
KF 18 8 4 6 34:28 28
Reynir S. 19 7 5 7 39:38 26
Haukar 18 5 4 9 31:37 19
Leiknir F. 19 5 3 11 25:42 18
Fjarðabyggð 18 2 5 11 13:44 11
Kári 19 1 6 12 25:45 9
2. deild kvenna
Hamrarnir – Hamar................................. 1:6
Lokastaðan:
FHL 12 10 1 1 71:13 31
Völsungur 12 9 2 1 28:12 29
Fjölnir 12 8 2 2 42:13 26
Fram 12 8 1 3 31:13 25
KH 12 8 0 4 37:13 24
ÍR 12 6 1 5 46:26 19
Sindri 12 6 1 5 27:26 19
Hamar 12 4 3 5 23:25 15
Einherji 12 3 4 5 22:22 13
Hamrarnir 12 3 2 7 24:32 11
Álftanes 12 3 0 9 15:24 9
SR 12 1 1 10 18:38 4
KM 11 0 0 11 1:128 0
_ Fjögur efstu liðin leika til úrslita um tvö
sæti í 1. deild.
4. deild karla
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Hamar – Kría............................................ 1:1
Kormákur/Hvöt – Álftanes ..................... 0:0
Árborg – Vængir Júpíters ....................... 2:2
Ýmir – KH................................................. 0:0
Ítalía
Udinese – Venezia ................................... 3:0
- Arnór Sigurðsson kom inn á hjá Venezia
á 71. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason
var ekki í hópnum.
Verona – Inter Mílanó ............................. 1:3
B-deild:
Pisa – Alessandria ................................... 2:0
- Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Pisa.
Tyrkland
Adana Demispor – Konyaspor............... 1:1
- Birkir Bjarnason kom inn á hjá Adana
Demispor á 75. mínútu.
Holland
B-deild:
Jong Ajax – Excelsior ............................. 1:2
- Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrstu 60
mínúturnar með Jong Ajax.
Danmörk
B-deild:
Nyköbing – Esbjerg ................................ 1:1
- Andri Rúnar Bjarnason kom inn á hjá
Esbjerg eftir 84 mínútur en Ísak Óli Ólafs-
son var ekki í leikmannahópnum.
Spánn
Mallorca – Espanyol ................................ 1:0
Valencia – Alavés...................................... 3:0
Þýskaland
Dortmund – Hoffenheim ......................... 3:2
>;(//24)3;(
Þýskaland
Bikarkeppnin, 1. umferð:
Pforzheim – Gummersbach ............... 20:25
- Hákon Daði Styrmisson skoraði 7 mörk
fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðars-
son skoraði 2 mörk og gaf stoðsendingu.
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Origo-völlur: Valur – Stjarnan ......... L19.15
Greifavöllur: KA – ÍA ............................. S16
Meistaravellir: KR – Leiknir R ............. S17
Kaplakriki: FH – Víkingur R................. S17
Kórinn: HK – Keflavík....................... S19.15
Würth-völlur: Fylkir – Breiðablik ...... 19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Ólafsvík: Víkingur Ó. – Selfoss.............. L14
Varmá: Afturelding – Þróttur R ........... L14
Grindavík: Grindavík – Kórdrengir...... L14
Framvöllur: Fram – Grótta ................... L14
SaltPay-völlur: Þór – Fjölnir................. L16
2. deild karla:
Húsavík: Völsungur – Þróttur V ........... L14
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Njarðvík........ L14
Ásvellir: Haukar – Fjarðabyggð........... L14
3. deild karla:
Sindravellir: Sindri – Tindastóll............ L13
Skessan: ÍH – KFS................................. L14
Þorlákshöfn: Ægir – Einherji ............... L14
Würth-völlur: Elliði – Víðir.................... L15
Fagrilundur: Augnabl. – Höttur/Hug... S13
Dalvíkurv.: Dalvík/Reynir – KFG ......... S16
2. deild kvenna, undanúrslit, fyrri leikir:
Extra-völlur: Fjölnir – Völsungur ........ L14
Framvöllur: Fram – Fjarð/Hött/Leikn S14
UM HELGINA!
Már Gunnarsson hafnaði í þrett-
ánda sæti í fyrstu grein sinni á Ól-
ympíumóti fatlaðra í Tókýó í gær-
morgun en þá tók hann þátt í 50
metra skriðsundi í flokki blindra.
Már synti á 29,30 sekúndum, aðeins
undir sínum besta tíma sem er 28,74
sekúndur. Fjórtán af sextán skráð-
um keppendum luku sundinu. Már
sagði við Morgunblaðið að þetta
hefði verið góð upphitun fyrir aðal-
grein sína, 100 metra baksundið, en
þar hóf hann keppni eldsnemma í
morgun. Nánar um keppnina í Tók-
ýó á Ólympíuvef mbl.is.
Hitaði upp í
skriðsundinu
Ljósmynd/ÍF
Tókýó Már Gunnarsson keppir í
fjórum greinum á Ólympíumótinu.
Eftir að Juventus lét þau boð út
ganga að portúgalski knatt-
spyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo
væri falur fyrir rétt verð gerðust
hlutirnir hratt. Atburðarásinni lauk
í gær þegar Manchester United til-
kynnti að Ronaldo væri að ganga í
raðir félagsins á ný, tólf árum eftir
að hann fór frá United til Real
Madríd.
Talið var að Manchester City
væri í viðræðum við Juventus en fé-
lagið bauð aldrei í Ronaldo. United
greiðir um 13 milljónir punda fyrir
leikmanninn samkvæmt BBC.
Ronaldo til
United á ný
AFP
Old Trafford Cristiano Ronaldo í
leik með Man Utd árið 2008.
Í TÓKÝÓ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Arna Sigríður Albertsdóttir verður
síðust Íslendinganna sex á Ólympíu-
móti fatlaðra í Japan til að hefja
keppni en handahjólreiðarnar, henn-
ar grein, er á dagskrá á þriðjudag og
miðvikudag.
Hún er líka fjarri hinum íslensku
keppendunum því hjólreiðafólkið
dvelur við Fuji-kappakstursbrautina
í Oyama, rétt hjá hinu fræga Fuji-
fjalli í um 80 kílómetra fjarlægð
norður af höfuðborginni Tókýó.
Arna hefur dvalið í Fuji síðan á
miðvikudag en hafði áður verið með
íslenska hópnum frá komunni til
Japans 15. ágúst, og sagði við
Morgunblaðið að undirbúningurinn
hefði gengið ágætlega.
„Ég er glöð yfir því að hafa komið
hingað snemma. Hitinn og rakinn
setja smá strik í reikninginn. Ég
bjóst alveg við því en það er mjög
erfitt að æfa í þessum hita og raka.
En ég kannast við þetta eftir að hafa
keppt við svipaðar aðstæður á HM á
Ítalíu fyrir nokkrum árum.“
Öll aðstaðan er frábær
Arna segir að þær hafi gert ráð-
stafanir til að laga sig að aðstæðum.
„Við fórum til Mallorca og vorum
þar í tvær vikur í svipuðum hita en
þar var ekki jafnmikill raki. En það
var gott að komast hingað strax 15.
ágúst, vera hérna og prófa strax að
hjóla og vinna með því gegn ferða-
þreytunni og tímamismuninum.“
Arna og aðstoðarkona hennar,
Ragnheiður Eyjólfsdóttir, sem sjálf
keppir í hefðbundnum hjólreiðum,
eru komnar ágætlega á veg í und-
irbúningi sínum á Fuji-svæðinu.
„Ég hjólaði í fyrsta sinn á keppn-
isbrautinni í dag. Hún er töluvert
erfiðari en ég átti von á, mikið af
brekkum sem ég er hæg upp en
mjög hröð niður. Þetta er erfið en
skemmtileg braut og það verður
stórt verkefni að keppa á henni,“
sagði Arna við Morgunblaðið í gær.
„Það hefur verið keppt á þessari
braut í formúlu-1 og ég held að hún
sé núna notuð í formúlu tvö eða þrjú
og Grand-Prix-kappakstri þannig að
þetta er nokkuð fræg braut. Ég
skoðaði hana talsvert fyrir fram og
var fyrir löngu búin að fá hæðarkort
af henni. Þetta er óvenjuleg braut
fyrir keppni hjá okkur en hún er
tæknilega mjög erfið og mikið af
beygjum. Þá er töluvert meira af
brekkum en í flestum keppnum hjá
okkur.
Áherslan á tímatökunni
Arna keppir í tveimur greinum,
fyrst í tímatöku þar sem einn og
einn fer í einu og hjólar 17 kíló-
metra, og síðan í götuhjólreiðum þar
sem hjólaðir eru 27 km. Sú sem nær
bestum árangri í tímatökunni byrjar
fremst í þeirri síðari. Arna segir að
sín áhersla verði á tímatökunni.
„Já, ég er frekar reynslulítil í
keppni á götu miðað við flestar
stelpurnar sem eru hérna. Ég er sú
eina sem stunda þessa íþrótt á Ís-
landi og hef ekki þessa reynslu af því
að vera með öðrum í hóp. Tímatakan
ætti því að vera mín grein en það
verður ótrúlega gaman að prófa
götuhjólreiðarnar því það hjálpar
sérstaklega mikið að vera fyrir aftan
einhvern sem klýfur vindinn fyrir
þig. Þá sparast tugir prósenta af
orku.“
Arna kveðst kannast við flesta
keppinautana þótt hún þekki þá ekki
mikið. „Þær sömu hafa verið í þessu
lengi, þetta er úthaldssport og fólk
er lengi að og meðalaldurinn er mjög
hár. Ég er með þeim yngstu þótt ég
sé orðin þrítug.“
Hún hefur þurft að bíða lengi eftir
því að geta keppt vegna kórónu-
veirufaraldursins. „Já, ég hef ekki
keppt síðan 2019. Ég hef verið
óheppin, það er mikið fyrirtæki að
fara í ferðir erlendis á tímum kór-
ónuveirunnar á meðan þær sem búa
á meginlandi Evrópu geta frekar
farið á milli landa og keppt. Ég hef
hvorki þorað né getað farið út. Ég
renni því mjög blint í sjóinn en er
ekki sú eina sem er í svona óvenju-
legri stöðu. Ég hef heyrt í Karen
Darke frá Bretlandi, fyrrverandi ól-
ympíumeistara í mínum flokki, og
hún sagði að keppnin væri mjög
opin. Það ættu í raun allir möguleika
vegna þess hve óvissuþættirnir
væru margir, sem var gott að heyra.
Brautin er óvenjuleg svo það á
margt eftir að koma í ljós.“
Frábært að geta sýnt
að íþróttin sé til
Arna Sigríður, sem varð fyrir
mænuskaða í skíðaslysi sextán ára
gömul og er bundin við hjólastól, er
brautryðjandi í íþróttinni hér á landi
þar sem hún er fyrst Íslendinga til
að keppa í henni á Ólympíumóti.
Hún kveðst mjög stolt af því.
„Þetta er búið að vera ótrúlega
gaman og frábært tækifæri. Það var
alltaf markmiðið að komast á þetta
mót en eftir vandræðin síðustu tvö
ár átti ég ekki sérstaklega von á því
að fá keppnisrétt. Þar sem ég var sú
fyrsta til að fara í þessi mót í handa-
hjólreiðum hefur mikill tími farið í
að kynna sér reglurnar og fleira
slíkt. En að sama skapi er það frá-
bært tækifæri að geta sýnt Íslend-
ingum að þessi íþrótt sé til. Handa-
hjólreiðar eru stór hluti af
hjólreiðum fatlaðra en það eru
margar fleiri greinar innan þeirra
sem væri gaman að sjá heima á Ís-
landi,“ sagði Arna Sigríður.
Fuji-brautin er erfið en
samt mjög skemmtileg
- Arna Sigríður býr sig undir keppni á frægri kappakstursbraut við rætur Fuji
Ljósmynd/Kristín Linda Kristinsdóttir
Fuji Arna Sigríður Albertsdóttir og Ragnheiður Eyjólfsdóttir, aðstoðarkona
hennar á Ólympíumótinu, á svæðinu við Fuji-kappakstursbrautina í gær.
Jónatan Ingi Jónsson, kantmaður FH-inga, var besti leikmaðurinn í 18. um-
ferð úrvalsdeildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Jónatan átti
stórleik, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark að auki síðasta laugardag
þegar FH vann stórsigur á Keflavík á útivelli, 5:0.
Jónatan fékk tvö M fyrir frammistöðu sína og þá einkunn fengu einnig í
umferðinni Víkingarnir Viktor Örlygur Andrason og Sölvi Geir Ottesen og
Blikinn Gísli Eyjólfsson. Auk leik FH og Keflavíkur tilheyrðu umferðinni
fyrri leikur Breiðabliks og KA, toppslagur Vals og Víkings, Stjarnan gegn
Fylki, Leiknir R. gegn HK og ÍA gegn KR. Úrvalslið 18. umferðarinnar má
sjá hér fyrir ofan.
18. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Haraldur Björnsson
Stjarnan
Pablo Punyed
Víkingur R.
Jónatan Ingi Jónsson
FH
Pálmi Rafn
Pálmason
KR
Baldur Logi
Guðlaugsson
FH
Viktor Örlygur
Andrason
Víkingur R.
Emil Atlason
Stjarnan
Viktor Örn Margeirsson
Breiðablik
Sölvi Geir Ottesen
Víkingur R.
Gísli Eyjólfsson
Breiðablik
Bjarki Aðalsteinsson
Leiknir R.
2 2
2
2
2 2
3
3
4
Jónatan bestur í 18. umferð