Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Avant-garður nefnist verkefni sem
þrjár bekkjarsystur úr myndlistar-
deild Listaháskóla Íslands, þær
Margrét Helga Sesseljudóttir,
Solveig Thoroddsen og Ingibjörg
Edda, komu á fót skömmu eftir
útskrift 2010. „Avant-garður er
myndlistarverkefni þar sem sýn-
ingarnar standa aðeins yfir í fáein-
ar klukkustundir og eru sýningar-
staðir óhefðbundnir og oft utan
dyra. Að þessu sinni er sýningin
haldin í undirgöngum undir Miklu-
braut við Lönguhlíð,“ segir í
tilkynningu. Þar kemur fram að
Edda búi nú erlendis, en Margrét
og Solveig buðu fjórum öðrum
bekkjarfélögum úr LHÍ að vera
með að þessu sinni. Það eru þau
Ragnhildur Jóhannsdóttir, Sigrún
Guðmundsdóttir, Unnur Óttars-
dóttir og Þórarinn Ingi Jónsson.
Sýningin fer fram í dag, laugar-
dag, milli kl. 16 og 19.
Avant-garður í undirgöngum í dag
Listakonur Margrét Helga og Solveig.
Sýning á kirkjulistaverkum Sigrún-
ar Jónsdóttur (1921-2021) verður
opnuð í Seltjarnarneskirkju að lok-
inni guðsþjónustu á morgun sem
hefst kl. 11. Með sýningunni er þess
minnst að fyrr í þessum mánuði
voru 100 ár liðin frá fæðingu lista-
konunnar. Sigrún lauk handavinnu-
kennaraprófi frá Kennaraskóla
Íslands 1947 og útskrifaðist sem
meistari úr textíldeild Slöjdfören-
ingens-skóla. „Sigrún kynnti fyrir
Íslendingum ævaforna listgrein,
batik. Batikskermar og batikdúkar
sem hún gerði nutu mikilla vin-
sælda. Segja má að hún sé með
fyrstu kirkjulistakonum Íslendinga
og er líklega mikilvirkust þeirra
allra í kirkjulist þar sem vefnaður
og saumur koma við sögu,“ segir í
tilkynningu. Sýningin stendur í
mánuð og er aðgangur ókeypis.
Kirkjulistakonu minnst með sýningu
Hökull Skreyting á hökli eftir Sigrúnu.
Söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Þórhildur
Örvarsdóttir koma fram ásamt hljómsveit á tvennum
tónleikum þar sem tvær spunastefnur mætast. „Það er í
eðli listarinnar að leita stöðugt að nýjum snertiflötum,
þróa nýjar aðferðir en ekki síður að byggja á eldri
grunni. Á þessum tónleikum mætast tvær spunastefnur,
djass og barokk. Þar gefst bæði áheyrendum og hljóð-
færaleikurum einstakt tækifæri til að víkka út sjóndeild-
arhring sinn og upplifa/flytja tónlist, sem við erum vön
að heyra í ákveðnu samhengi, í algjörlega nýjum bún-
ingi og aðstæðum,“ segir í tilkynningu. Hljómsveitina
skipa Kjartan Valdemarsson á píanó og harmonikku,
Eyþór Ingi Jónsson á orgel og sembal, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa
og Pétur Grétarsson á slagverk. Fyrri tónleikarnir eru í Akureyrarkirkju
á morgun, sunnudag, kl. 17 og seinni tónleikarnir, sem eru hluti af Jazz-
hátíð Reykjavíkur, í Fríkirkjunni í Reykjavík 2. september kl. 12.
Stefnumót forms og spuna
Kristjana
Stefánsdóttir
Önnur sýning nefnist sýning á verkum Kees Vissers sem
opnuð verður í Úthverfu á Ísafirði í dag, laugardag. kl.
16. „Kees Visser hélt síðast einkasýningu í þessu sama
rými árið 1990 sem Myndlistarfélagið á Ísafirði rak og
hét þá Slunkaríki. Á sýningunni verða tíu nýleg verk,
blýantsteikning með bleki og vatnslitum og akrílmálverk
unnin á 105 g shiragiku-pappír og mengei. Listamaður-
inn verður viðstaddur opnun sýningarinnar og boðið
verður upp á sýningarspjall af því tilefni. Sýningin, sem
stendur til 19. september, er opin fimmtudaga og föstu-
daga milli kl. 16 og 18 og eftir samkomulagi.
Kees Visser sýnir í Úthverfu á Ísafirði
Verk eftir
Kees Visser
Vinir Saltfiskmóans standa fyrir hverfishátíð á
Rauðarárholti á morgun, sunnudag. Klukkan 11
verður í samvinnu við hópinn Sumar Yoga boðið
upp á útijóga í Saltfiskmóanum, sem staðsettur er
í hverfisgarðinum norðvestan við Sjómannaskól-
ann. Klukkan 14 flytur söngvaskáldið Teitur
Magnússon lög af ferli sínum og kl. 15 leikur
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt undir
listamannsnafninu Lay Low, eigin tónlist. Gestir
eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og gæta að
persónubundnum sóttvörnum. Nánari upplýsingar
á facebook-síðunni Saltfiskmóinn. Hátíðin er
styrkt af Reykjavíkurborg gegnum Borgina okk-
ar. Aðgangur er ókeypis.
Jóga og tónlist undir berum himni
Lay Low
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Við vildum gera tilraunir með sam-
félag og við vildum veita því athygli
hvernig við getum komið inn í ís-
lenska listastofnun og tekið pláss
þar með fólki með ólíkan bakgrunn,“
segir Hubert Gromny sem ásamt
Wiolu Ujazdowska stýrir haustsýn-
ingu Hafnarborgar, Samfélag skynj-
andi vera. Sýningin verður opnuð í
dag, laugardaginn 28. ágúst, milli kl.
12 og 17 og voru sýningarstjórarnir í
óðaönn að setja hana upp þegar
blaðamaður náði tali af þeim.
Alls eiga yfir tuttugu listamenn
verk á sýningunni. „Við vildum setja
upp sýningu þar sem væru saman-
komnir virtir og reyndir íslenskir
listamenn, íslenskir listamenn af
yngri kynslóðum og erlendir lista-
menn sem eru búsettir hér eða hafa
sterka tengingu við Ísland. Þá vakna
spurningar um það hvernig við get-
um í sameiningu búið til frásögn,
hvernig verkin okkar tala saman.“
Yfir tuttugu listamenn
Listamennirnir eru auk Wiolu og
Huberts þau Agata Mickiewicz,
Agnieszka Sosnowska, Andrea
Ágústa Aðalsteinsdóttir, Angela
Rawlings, Anna Wojtynska, Dans
Afríka Iceland, Freyja Eilíf, Gígja
Jónsdóttir, Hildur Ása Henrýsdótt-
ir, Kathy Clark, Katrín Inga Jóns-
dóttir Hjördísardóttir, Melanie
Ubaldo, Michelle Sáenz Burrola,
Nermine El Ansari, Pétur Magn-
ússon, Rúnar Örn Jóhönnu Mar-
inósson, Styrmir Örn Guðmundsson
og Ufuoma Overo-Tarimo.
Heiti sýningarinnar Samfélag
skynjandi vera vekur spurningar um
hvað það er að vera skynjandi vera.
„Sumir hugsa um dýr, aðrir um
anda,“ segir Hubert og Wiola skýtur
inn í: „Eða plöntur,“ og heldur
áfram: „Við erum að rannsaka hvað
það er að vera lifandi vera og hvað
það er að skynja. Við reynum líka að
vera opin um hugmyndina um sam-
félag. Við höfðum áhuga á þeirri
hugmynd að hugsa í sameiningu.
Þess vegna buðum við svona mörg-
um listamönnum að vera með.“
Hubert tekur við: „Við erum að
búa til samfélag hugmynda. Fólk
svarar kalli okkar um það hvernig
við tölum um hina skynjandi veru og
við erum forvitin um það hvað þau
hafa til málanna að leggja. Þau hafa
öll mismunandi sögur og konsept og
ég held að það verði mjög áhugavert
fyrir áhorfandann að sjá hversu
margar ólíkar leiðir er hægt að fara
að efninu.
Ný nálgun á sýningarstjórn
Það er mikilvægt að þessi skynjun
er líka skyld skilningi, skilningi sem
fæst með næmi frekar en vits-
munum. Það er svo stór hluti um-
ræðunnar um hið félagslega sem er
byggt á vitsmunum, tölfræði, pen-
ingum og svo framvegis,“ segir
Hubert og Wiola segir þau hafa vilj-
að stíga út fyrir það.
Hann heldur síðan áfram: „Við er-
um að leita að tilfinninganæmi sem
við kannski skiljum ekki en höfum á
tilfinningunni að hafi samt áhrif á
okkur. Það er spennandi og getur
bætt upplifun manns af hversdeg-
inum.“
Wiola segir að nálgun þeirra Hub-
erts á hlutverk sýningarstjórans
hafi verið ólík þeirri sem tíðkist.
„Við vildum komast út fyrir þetta
valdakerfi. Við erum líka að sýna
verk þarna og vildum vera jafn-
ingjar hinna listamannanna. Við
vildum prófa þessa hugmynd um
samfélag og samvinnu við gerð sýn-
ingarinnar.“ Þau segjast hafa viljað
vera opin fyrir hugmyndum hinna
listamannanna og að þau líti á það
sem sitt hlutverk að finna leiðir til
þess að láta verk þessara ólíku lista-
manna eiga í samtali.
Listamennirnir sem koma að sýn-
ingunni hafa allir ólíkan bakgrunn
og nálgast listina á sinn hátt en sýn-
ingarstjórarnir segjast hafa skapað
frásagnir sem eru gegnumgangandi
á sýningunni og tengja verkin. „Fólk
getur komið oftar en einu sinni á
sýninguna og fundið nýja þræði í
hvert sinn. Við viljum bjóða fólki að
koma og taka því sem það skilur
ekki, því óþekkta, opnum örmum,“
segir Hubert.
Samvinna og samfélag
hugmynda í Hafnarborg
- Sýningin Samband skynjandi vera verður opnuð í dag
Morgunblaðið/Eggert
Sýningarstjórar „Við viljum bjóða fólki að koma og taka því sem það skilur
ekki, því óþekkta, opnum örmum,“ segir Hubert sem hér er ásamt Wiolu.
Samtímaóperan Ekkert er sorglegra
en manneskjan, eftir Friðrik
Margrétar-Guðmundsson, í leikstjórn
Adolfs Smára Unnarssonar, snýr aft-
ur í Tjarnarbíó. Næstu sýningar eru
annað kvöld, á miðvikudag og sunnu-
dag, kl. 20 öll kvöld.
Sýningin hlaut sjö tilnefningar til
Grímunnar 2021 og hlaut verðlaunin
fyrir tónlist ársins (Friðrik Margrét-
ar-Guðmundsson) og söngvara ársins
(María Sól Ingólfsdóttir). Aðrir söngvarar uppfærslunnar eru Dagur
Þorgrímsson, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir og Ólafur Freyr Birkis-
son.
Samtímaópera snýr aftur í Tjarnarbíó
Sorglegt Úr uppfærslunni á Ekkert
er sorglegra en manneskjan.
s/fo
sa