Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 44
42
Dálítið versluðu þær, keyptu helst klúta eða lérefsbætur, en höfðu
afar gaman af að skoða kramið. Svo var og með unglingspilta að þeir
sóttust mjög eftir að koma útí spekúlantana. Höfðu þeir að jafnaði
pelaglas með sér og snýktu á það áður þeir færu. Bændur höfðu gjarn-
an þriggja pela flöskur og Finnur á Fitjum kom með kút fyrir nest-
ispela. Voru spekúlantar örlátir á áfenginu og var ekki neitað um á
ferðapelann. En á kveldin var venja spekúlantanna að bera sig saman
um það sem gerst hafði um daginn. Kom þá stundum upp úr kafinu
að sami maður hafði komið til þeirra allra með kút og náð sér þannig
í allgóðan forða af brennivíni. Var þá talað um að takmarka brenni-
vínsgjafirnar, en Bjarni Sandholt bróðir Árna og félagi Clausens tók
málstað viðskiftamannanna; sagði hann að þetta væri eina skemtunin
sem þessi grey hefðu á árinu þegar þeir kæmu og varð nú engin fyrir-
staða með að gefið væri á ferðapelann.
Verslun óx stórum við það að spekulantar komu, t.d. var áður tekið
til meðal heimilis 5 pund af kaffi til ársins en nú um 30 pund. Áður
5–6 pottar af brennivíni, en nú þótti ekki mikið þó tekin væri tunna.
Kornvara var flutt laus í skipunum, en brennivínstunnur og kvartil
voru á dreif innanum kornbinginn og þurfti þá oft að grafa upp ef
eftirspurnin var meiri eftir brennivíninu en kornmatnum. Kornvaran
var í stórlestinni en tjara og járn í framlestinni.
Til meðal heimilis (10–12 manna) voru teknar 7 tunnur af korn-
mat. Rúgmjöls hálftunnan (80 pund) kostaði 8 dali. Sama verð var á
ertum og rúgi en bankabygg var tveim dölum dýrara og sama verð var
á heilrís og hálfrís sem selt var í 100 punda pokum. Þektist sú korn-
vara ekki þar um slóðir fyr en spekulantarnir komu.
Brennivínspotturinn kostaði mark en í tunnum kostaði hann 14
skildinga og fylgdi tréð með gefins.11 Annað áfengi var extrakt, mjöð
og rauðvín. Bæerst öl höfðu spekulantar einnig, en aðeins sem skips-
forða og seldu það ekki, en veittu einstaka mönnum. Rjól kostaði tú-
mark en rulla 4 mörk. Vindlar kostuðu ríkisdal hundraðið, slæm teg-
und, en aðrir mjög dýrir. Lítið var um reyktóbak, var það selt í bréfum
„Kardus“, „Biskup“ og „Blámaður“.
Ull var tekin á túmark pundið, tólg á ríkisort og sellýsi 25 dali
tunnan. Var þetta aðalvara landsmanna. Þá voru og lambskinn keypt
11 Verðeiningar þær sem hér eru notaðar má skýra þannig: 1 dalur = 6 mörk = 96
skildingar. Þannig var eitt mark jafngildi 16 skildinga.