Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 19
17
inn 6. maí. Vortónleikarnir voru haldnir sunnudaginn 13. maí í
Árbæjarkirkju. Undirleikari á píanó var Aðalheiður Þorsteins-
dóttir og á fiðlu Matthías Stefánsson en stjórnandi kórsins var
Arnhildur Valgarðsdóttir.
Mörg undanfarin ár hefur kórinn haft það fyrir venju að fara í
vorferð og hafa þær ferðir bæði verið farnar innanlands og út
fyrir landsteinana. Í ferðirnar slást gjarnan í hópinn makar
margra kórfélaga þannig að úr þessu verður hin besta skemmtun.
Að þessu sinni var vorferðin farin miðvikudaginn 16. maí og
áfangastaðurinn var Akranes en þar býr nokkur fjöldi aðfluttra
Strandamanna. Tónleikarnir voru haldnir í Vinaminni sem er
safnaðarheimili Akraneskirkju og voru vel sóttir bæði af Stranda-
mönnum og öðrum góðum gestum. Eftir tónleikana var Sveinn
Kristinsson, Strandamaður búsettur á Akranesi, fenginn til að
fara með hópinn í skoðunarferð um bæinn þar sem hann sagði,
á sinn skemmtilega máta, frá því helsta sem fyrir augu bar. Það
kom ekki á óvart að Sveini tókst vel upp enda fróður og sögu-
maður góður. Eftir skoðunarferðina var haldið á veitingastaðinn
Gamla kaupfélagið þar sem snæddur var kvöldverður. Eftir góðan
og velheppnaðan dag var lagt af stað með rútunni til Reykjavíkur.
Eftir síðustu tóna kórsins á Akranesi var kórinn kominn í sumar-
leyfi fram á haust.
Um mitt sumar 2011 hafði Birgir Kristjánsson úr Breiðfirðinga-
kórnum samband með þá hugmynd að allir kórar úr Reykjavík
sem kenna sig við átthagana, en þeir eru sjö talsins, héldu sam-
eiginlegt kóramót í Reykjavík árið 2012. Hugmyndin þótti góð og
félagar í Kór Átthagafélags Strandamanna voru strax tilbúnir til
þátttöku. Í kjölfarið var haft samband við formenn hinna átthaga-
kóranna sem tóku vel í hugmyndina og eftir nokkra undirbún-
ingsvinnu var ákveðið að halda sameiginlegt kóramót í Háskóla-
bíói 14. október 2012.
Æfingar haustsins hófust 16. september og þá var byrjað að æfa
fyrir áðurnefnt kóramót. Kórarnir, sem tóku þátt í þessu móti,
voru: Breiðfirðingakórinn, Húnakórinn, Skagfirska söngsveitin,
Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga, Árnesingakórinn í
Reykjavík, Söngfélag Skaftfellinga og síðan Kór Átthagafélags
Strandamanna. Sérhver kór söng þrjú lög og í lokin sungu allir
kórarnir saman, eða um 300 manns, tvö lög. Kynnir á kóramótinu