Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 92

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 92
90 lauf) og kúpu var vinningurinn 2 bitar en fyrir að hálftapa þeim varð að láta fylgja bitunum 3 gull. Ef kúpa tapaðist varð að greiða 1 bit fyrir hvern tapaðan slag. Vinningurinn fyrir spaðasóló og nóló var 2 bitar og 3 gull, fyrir að hálftapa sama en altapa 3 bitar. Ekki er ég þó alveg viss um að ég muni þetta nákvæmlega rétt þar eð 68–70 ár eru nú liðin síðan þetta var. Áður en byrjað var að spila lét hver maður 1 bit í borðið og eins þegar borðið tæmdist. Væri eitthvað í borðinu þegar hætt var að spila var því skipt milli spilara og afgangsbitar, ef voru, ásaðar út, þ.e. skipt með hlutkesti. Notaðar voru eldspýtur fyrir bitar og spýtubrot fyrir gull. Fjögurra manna vist var oft spiluð á helgi- og tyllidögum, einkum er gestir voru. Spiluðu hana fullorðnir og unglingar. Var það oftast 13 aura vist. Voru þá engar sagnir nema ef einhver sagði nóló og var vinn- ingurinn fyrir hana 13 aurar frá hverjum hinna, sama varð hann að greiða ef hann tapaði. Sami vinningur var ef einhver fékk alla slagina í sagnlausu spili, þ.e. að hver hinna varð að greiða honum 13 aura. Fyrir gjaldeyri voru alltaf notaðar óbrenndar kaffibaunir. Spilin sem yngstu krakkarnir spiluðu oftast voru marías, kasína, fantur eða þjófur, svartipétur, hjónasæng og svo, þegar þau þrosk- uðust meira, gosi, manni og treikort en í því spili var spilað um það að verða kóngur, keisari og páfi, hvorki meira né minna, svo ekki var til lítils að vinna. Treikort er þriggja manna spil og notuð 27 spil, 9 spil gefin hverjum manni. Spilaröðin er þannig, að mig minnir: Laufadrottning hæst, þá spaðatvistur, því næst tígulkóng- ur, hjartatvistur, spaðaátta, hjartanía, tígulnía og þar eftir ásarnir allir jafnir, þá kóngarnir nema tígulkóngurinn, svo gosarnir, 3 sex og 2 áttur en sjöin 4 nefnast besefar og eru þau ódræp sé þeim spilað út en annars gildislaus. Spilið hófst á því að fyrst var spilað um konungstignina. Náði henni sá sem fyrstur náði fyrir fram ákveðnum slagafjölda sem samkomulag hafði orðið um hve marg- ir skyldu vera. Er tigninni var náð mátti kóngsi kjósa sér besta spil hjá hvorum hinna og gefa þeim lægstu spil í staðinn. Varð kóng- urinn nú að verða á undan hinum tveimur sameiginlegum að ná sama slagafjölda og áður til að verða keisari en tækist það ekki var hann fallinn úr tigninni. Yrði hann keisari mátti hann kjósa sér tvö bestu spil eða besefa hjá hvorum hinna og þannig áfram. Næði hann að verða páfi tókst sjaldan að fella hann úr tigninni því að þá mátti hann kjósa sér þrjú bestu spil hjá hvorum hinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.