Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 60

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 60
58 varð fljótlega vel metinn og virtur. Hann þótti og mjög áreiðan- legur, sagt var að loforð hans stæðu eins og stafur á bók. Hann lét sér einnig annt um vöruvöndun og reyndist í öllu hinn slyngasti kaupmaður. Þótt Riis væri einn um fasta verslun til 1899 var nú ekki með öllu laust við samkeppni. Um þetta leyti var starfandi Verslunar- félag Dalamanna (stofnað 1886) sem hafði aðstöðu á Borðeyri og reisti þar vörugeymslu. Verslunarfélagið var pöntunarfélag og skipt í deildir, þær deildir urðu síðar flestar að sjálfstæðum kaup- félögum. Ein þeirra starfaði á Borðeyri uns Verslunarfélag Hrút- firðinga, síðar Kaupfélag, var stofnað 1899. Fljótlega færði Riis út verslun sína. Hann fékk útmælda lóð á Hólmavík og hóf þar verslun 1896. Theódór Ólafsson, sem áður er nefndur, stóð fyrir þeirri verslun og dvaldi á Hólmavík yfir sumar- og haustkauptíðina en lokað var þess á milli. Um alda- mótin tók Jón Finnsson frá Kálfanesi við versluninni og var þar verslunarstjóri þar til hún var seld. Árið 1898 byrjaði Riis einnig að versla á Hvammstanga og byggði þar skúr yfir starfsemina. Hún var fyrst í stað rekin á svipaðan hátt og á Hólmavík. Vörur voru fluttar á hafnirnar og afgreiddar á sumar- og haustkauptíð en afurðir bændanna voru afhentar á Borðeyri og sláturféð rekið þangað. Árið 1901 reisti svo Riis verslunarhús á Hvammstanga og setti þar Sigurbjarna Jóhannesson sem verslunarstjóra. Verslanir Riis á Hólmavík og Hvammstanga voru upphaf þeirra staða og fyrstu fastaverslanir þar. Um sama leyti reis upp verslun í Búðar- dal (við Hvammsfjörð) og varð nú verslunarsvæði Borðeyrar ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Riis bjó á Borðeyri með konu sinni, sem var dönsk og hét Claudine, til ársins 1896. Þá fluttu þau hjón til Kaupmannahafn- ar. Riis kom þó á hverju vori og dvaldi fram yfir haustkauptíð á Borðeyri. Verslunarstjóri hans á Borðeyri varð þá Theódór Ólafs- son til ársins 1904. Eftir það rak Theódór verslun fyrir eigin reikn- ing um skeið uns hann lést 1906. Við verslunarstjórastarfinu hjá Riis tók tengdasonur Theódórs, Skúli Jónsson. Starfaði hann hjá Riis í fimm ár frá 1904 og varð síðan verslunarstjóri kaupfélags og sláturfélags á Blönduósi til æviloka. Þjóðkunnir voru synir Skúla og Elínborgar Theódórsdóttur, þeir Þorvaldur Skúlason listmál- ari og Theódór Skúlason læknir, báðir fæddir á Borðeyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.