Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 48

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 48
46 er það sannfæring mín, að Pétur væri í innsta eðli sínu merkasti og bezti drengur. En það var mér líka kunnugt, að hann var ekki ætíð sanngjarn í garð þeirra, sem hann áleit mótstöðumenn sína, og verð- ur svo fleirum mikilhæfum og geðríkum mönnum. Svo verður þess að gæta, að Pétur ólst upp hjá föður sínum, séra Friðrik í Akureyjum, er lengi var talinn blendinn maður, þótt hann hefði ýmsa góða kosti. Pétur var mæðumaður. Á bezta aldri sýktist hann af hnémeini, um það leyti sem hann fór að byggja á Borðeyri. Eftir miklar þjáningar fór hann til Englands og lét taka af sér fótinn, nokkru fyrir ofan hné. Seinna fótbrotnaði hann tvisvar á sama fætinum, þeim, sem heil- brigður var. Ótal margt annað sorglegt mætti honum. En allt fram undir síðustu æviár hélt hann sínum óbilandi kjarki og glaðlyndi, svo að segja mátti, að hann væri hrókur alls fagnaðar.14 Af frásögnum Finns og öðrum heimildum má ráða að Pétur var stórhuga, djarfur og framfarasinnaður atorkumaður, lét ekki fötlun sína aftra sér og var einn af fáum sem þá var eitthvað menntaður. Í héraðinu varð nokkur framfarahugur á sjöunda tug aldarinnar og er það flest til Péturs rakið, svo sem stofnun Lestrarfélags Hrútfirðinga og hugmyndin um alþýðuskóla á Borðeyri. En fleiri komu þar við sögu. Lestrarfélag Hrútfirðinga stofnaði Pétur 1865 og pantaði allar bækur fyrir það bæði íslenskar og danskar. Jón Sigurðsson forseti var umboðsmaður lestrarfélagsins í Höfn og sendi bækur á hverju ári. Í bréfi til Jóns, dagsettu 29. febrúar 1868, kemst Pétur svo að orði um félagsstofnun þessa: „Seigt og fast hefur gengið um að koma lestrarfélaginu hér á, en af því að nú eru að kalla allir bændur hér í firðinum gengnir í það, vona ég að það deyi ekki út af í bráð.“15 Í því ágæta riti Saga Torfa Bjarnasonar og Ólafsdalsskóla, eftir Játvarð Jökul Júlíusson, kemur fram að haustið 1867 fór Torfi að Borðeyri til Péturs en þeir áttu sameiginlegt að báðir höfðu lært á Bretlandseyjum. Á þessum haustdögum tókst með þeim samstarf um að efna til víðtækra samskota fyrir Alþýðuskólasjóðinn á Borð- eyri. Torfi fór í ársbyrjun 1868 suður á land til sjóróðra með boðs- 14 Finnur Jónsson, Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld: minnisblöð Finns á Kjörseyri, Akur- eyri 1945, bls. 181–82. 15 Guðmundur Eggerz, Minningabók Guðmundar Eggerz sýslumanns, Reykjavík 1952, bls. 5–6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.