Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 97

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 97
95 vænta mátti en þó minnist ég þess sérstaklega hvað hann hélt víninu að þeim pabba og Pétri en þeir vildu ógjarnan drekka meira en góðu hófi gegndi. Þegar þeir afþökkuðu drykkinn var viðkvæðið hjá Sigurði: „Bara látast, bara látast,“ uns hann hafði fengið þá til að dreypa á glösunum. Allt fór þetta þó sem best varð á kosið og sömu leið og á sömu gæðingum skilaði Sigurður okkur til baka, öllum í góðu ástandi, að þegnum rausnarveitingum í ánægjulegu boði. Af þeim Grímstungufeðgum, Birni og Lárusi, keypti pabbi nokkra tófuyrðlinga en ekki man ég hve marga, líklega 10–12, og af einhverjum fleirum keypti hann yrðlinga í þessari ferð. Verslunarfélag Norðurfjarðar hafði á þessum árum og langt fram á þriðja áratug aldarinnar aðalviðskipti sín við Höpfners- verslun í Kaupmannahöfn eða uns það varð Sambandsfélag og tók sér nafnið Kaupfélag Strandamanna. Faðir minn hafði því alltaf einhver viðskipti við Höpfnersverslun á Blönduósi er hann kom þangað og var því vel kunnugur Sæmundsen verslunarstjóra. Sæmundsen bauð okkur feðgum í mat, mér vafalaust sem hverju öðru fylgifé föður míns því auðvitað fylgdi ég honum hvert sem hann fór þessa tvo daga sem við stönsuðum á Blönduósi. Ekki var nú laust við að ég væri dálítið feiminn þegar ég var kominn inn í þessa fínu stofu sem við borðuðum í – og svo allar krásirnar sem fram voru bornar og ég hafði fæstar augum litið, í það minnsta grænmetistegundirnar, soðnar og ósoðnar, er þar gaf að líta. Við vorum nú ekki beinlínis veisluklæddir þótt skárri föt en vinnu- fötin hefðum við reyndar haft með okkur, samanbrotin í kistli. Þetta bjargaðist þó furðanlega því að blessaðar frúrnar, sem sátu til borðs með okkur og ég hafði í fyrstu ekki síst verið feiminn við, reyndust mér svo elskulegar, vildu endilega láta mig bragða á öll- um réttunum og sýndu mér hvernig ég skyldi neyta þessa eða hins matarins er ég hafði aldrei áður séð. Þetta ágæta fólk, sem var þarna við borðið með okkur, var svo yndislega viðmótsþýtt og al- þýðlegt í allri framkomu að feimni mín hvarf fljótt svo ég gat notið þessa ágæta boðs í fyllsta mæli. Það var eitthvert sinn er ég var að snúast kringum pabba í búð- inni hjá Sæmundsen að ég sá grip er ég hafði óskaplega löngun til að eignast. Þetta var lítil haglabyssa í alskefti en afturhluti skeft- isins var svo stuttur að hún var sýnilega ætluð litlum manni eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.